Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46918
Bakgrunnur: Hluti einstaklinga sem hefur komist í návígi við dauða upplifir svokallaða nær-dauða-reynslu. Vegna framfara í læknavísindum eru fleiri sem lifa af návígi við dauðann. Hluti þeirra gengur í gegnum djúpstæða sálfræðilega upplifun sem oft er af dulrænu eðli en þá er
talað um nær-dauða-reynslu. Í kjölfar þess vakna oft upp margar spurningar og leitar þessi hópur gjarnan til heilbrigðisstarfsmanna í von um skýringar á þessum áhrifamikla atburði. Tilgangur: Að draga saman þekkingu og samþætta niðurstöður rannsókna af einkennum nær-
dauða-reynslu og þau áhrif sem sú reynsla hefur á þann sem fyrir henni verður. Auk þess að draga fram mögulegar hjúkrunarþarfir þessara einstaklinga með hliðsjón af reynslunni. Aðferð: Fræðileg samantekt (e. literature review) eigindlegra og megindlegra rannsókna.
Rannsóknarspurning var sett fram samkvæmt PICOT-viðmiðum. Leitin fór fram í gagnagrunnum Cinahl, PubMed og Web of Science. Rannsóknirnar voru birtar á árunum 2014-2024 og fjölluðu ýmist um einkenni og/eða áhrif nær-dauða-reynslu á einstaklinga. Titlar, útdrættir og heildartextar voru skimaðir eftir inntöku- og útilokunarskilyrðum. Greining á
heimildum var birt í PRISMA-flæðiriti. Niðurstöður: 15 rannsóknir, bæði eigindlegar og megindlegar uppfylltu inntökuskilyrðin.
Þátttakendur voru samtals 1.856 og af þeim höfðu 1.473 upplifað nær-dauða-reynslu. Niðurstöður sýndu sambærileg þemu og þætti einkenna hjá þessum einstaklingum, einna helst voru það tilfinningar um frið og vellíðan, breytt skynjun á líkama og að sjá ljósið. Niðurstöður
sýndu einnig að reynslan hafði áhrif á einstaklinginn á mörgum sviðum. Til að mynda hafði hún marktæk áhrif á viðhorf til lífs og dauða, lífsánægju og tengsl við aðra. Ályktun: Nær-dauða-reynsla er flókið fyrirbæri en hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til þess
að kom auga á einkenni hennar vegna nálægðar þeirra við sjúklinga. Góður skilningur á einkennum og áhrifum reynslunnar er mikilvægur í starfi hjúkrunarfræðinga. Með því að afla sér upplýsinga og ígrunda nær-dauða-reynslu geta hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn orðið betur í stakk búnir til þess að opna á umræðuna ásamt því að styðja skjólstæðinga sína í gegnum þessa reynslu. Gagnlegt væri að þróa og innleiða fræðsluefni og skýra verkferla sem gætu stutt heilbrigðisstarfsfólk í upplýsingagjöf og fræðslu.
Lykilorð: Nær-dauða-reynsla, einkenni, áhrif, hjúkrun
Background: Some individuals who have had a close brush with death, experience what is commonly known as a near-death experience. With advancements in medical science, more people survive close encounters with death. Many of them have profound psychological experiences, often of a mystical nature, which are referred to as near-death experiences.
Following these experiences, many questions arise, and this group often seeks out healthcare professionals in hopes of explanations for this profound event. Objectives: To analyze and integrate the findings of qualitative and quantitative studies on the characteristics and effects of near-death experiences. Also identifying potential nursing needs
of these individuals based on their experiences. Method: A literature review of qualitative and quantitative studies was conducted. PICOT
criteria was used to develop the research questions. The search was conducted in three databases: Cinahl, PubMed, and Web of Science. Studies published between 2014 and 2024 addressing either the characteristics and/or effects of near-death experiences on individuals
were included. Titles, abstracts, and full texts were screened according to inclusion and exclusion criteria and the search was presented in a PRISMA flowchart. Results: A total of 15 qualitative and quantitative studies met the inclusion criteria. There were a total of 1,856 participants, with 1,473 of them having had a near-death experience. The
results showed similar themes and factors characterizing near-death experiences, mainly feelings of peace and well-being, altered perceptions of the body and seeing the light. Results on the effects of a near-death experiences on the individual showed significant changes in
their lives in different ways, such as their attitudes towards life and death, life satisfaction, and relationships with others.
Conclusion: Near-death experiences are a complex phenomenon and nurses are in a key position to identify those experiences due to their closeness to the patient. It’s important for nurses to have a good understanding of the symptoms and effects of near-death experiences.
By obtaining information and reflecting about near-death experiences, nurses and other healthcare professionals can become better prepared to open the discussion and support their patients through this experience. It would be beneficial to develop and implement education
material and clear protocols that can assist healthcare professionals in providing information and education to the patients.
Keywords: Near-death-experience, characteristics, effects, nursing
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LOKALOKA-BS.pdf | 1,75 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Háskólabókasafn.pdf | 236,47 kB | Lokaður | Yfirlýsing |