is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/46923

Titill: 
 • Að ná að sinna sjúklingnum í kaotísku umhverfi. Sjúklingurinn í öndvegi: Rýnihópaviðtöl við sjúkraliða á skurðdeildum Landspítala
 • Titill er á ensku Managing patient care in a chaotic environment. Focus group discussion with Licensed Practical Nurses in Surgical Wards at The National University Hospital of Iceland
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Hlutverk sjúkraliða er að veita einstaklingum aðstoð við athafnir daglegs lífs, umönnun og endurhæfingu. Starfsumhverfi sjúkraliða á Landspítala hefur verið til umfjöllunar og hafa þeir kallað eftir frekari ábyrgð, verkefnum og framþróun í starfi. Einnig telja þeir að menntun þeirra og reynsla sé vannýtt. Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur íhugað að hætta störfum en þar eru álag og launakjör helstu ástæðurnar. Þá hafa áhrif starfsumhverfis á útkomur aðgerðasjúklinga og upplifun sjúkraliða á að veita hjúkrun ekki verið mikið rannsökuð.
  Tilgangur: Að skoða mat sjúkraliða sem hjúkra aðgerðasjúklingum á hvernig þeir setja sjúklinginn í öndvegi. Áhersla var lögð á að skoða hvort starfsumhverfi hefði áhrif á hjúkrun og við hvaða aðstæður sjúkraliðar teldu sig geta veitt hágæða og örugga hjúkrun.
  Aðferð: Notuð var eigindleg aðferðafræði þar sem tekin voru þrjú rýnihópaviðtöl við þrettán sjúkraliða sem starfa á skurðlækningadeildum Landspítala. Þátttakendur voru valdir með hentugleikaúrtaki. Viðtölin voru hljóðrituð, vélrituð orðrétt upp og greind með eigindlegri þemagreiningu til að fá dýpri skilning á umræðunum.
  Niðurstöður: Rannsóknin leiddi í ljós eitt yfirþema: Að ná að sinna sjúklingnum í kaotísku umhverfi. Einnig voru greind fjögur megin undirþemu: „Maður vill náttúrulega gefa hverjum og einum tíma“, Fjölbreytni og mannleg samskipti, „Það er svo mikilvægt fyrir sjúklinginn að finna að það er verið að sinna honum“ og „Að trítla ánægður heim af vaktinni“. Helstu þættir sem höfðu áhrif á getu sjúkraliðanna til að setja sjúklinginn í öndvegi voru mönnun, samskipti, verkskipulag, álag og starfsánægja. Þá fannst sjúkraliðunum mikilvægt að gefa sér tíma til að sinna nærhjúkrun.
  Ályktanir: Þörf er á umbótum í starfsumhverfi sjúkraliða á skurðdeildum. Auka þarf tækifæri fyrir sjúkraliða til að vaxa í starfi og gera þeim kleift að beita hæfni sinni að fullu. Innleiða þarf aðgerðir til að fækka verkefnum sem snúa ekki að nærhjúkrun ásamt því að auka nýliðun í stéttinni og halda sjúkraliðum í starfi. Þörf er á frekari rannsóknum á starfsumhverfi sjúkraliða til að meta þætti sem hafa áhrif á getu þeirra til að veita hágæða hjúkrun og setja sjúklinginn í öndvegi.
  Lykilorð: Sjúkraliðar, hjúkrun, aðgerðasjúklingar, starfsumhverfi, sjúklingaútkomur.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Licensed practical nurses (LPNs) offer comprehensive care and support to individuals, aiding them in activities of daily living and rehabilitation. Attention has been drawn to the work environment at The National University Hospital of Iceland, where LPNs have expressed that their education and professional experiences are not fully utilized, and opportunities for professional growth are insufficient. A significant proportion of LPNs have contemplated leaving their job, mainly implying heavy workloads and inadequate compensation as primary reasons. Correlation between work environment and the LPNs' job satisfaction, as well as its impact on surgical patients, remains relatively unexplored in existing literature.
  Aim: This study aimed to explore the perspectives of LPNs working with surgical patients regarding their work environment and nursing within that context. Emphasis was placed on recognizing under which circumstances LPNs can ensure high-quality and safe nursing care.
  Methods: A qualitative study based on focus groups. Thirteen LPNs employed at surgical departments at the National University Hospital of Iceland were interviewed. A convenience sample was used to get participants. All interviews were audio-recorded and transcribed verbatim. The interviews were analyzed using a qualitative thematic analysis.
  Results: One title theme and four main themes emerged. The title theme was Managing patient care in a chaotic environment. The main themes were “You want to give everyone your time”, Diversity and communication, “It is important for the patient to feel that he is being taken care of” and “Going home happy after the shift”. The main factors that affected the LPNs ability to put their patient first were staffing levels, communication, time management, workload and job satisfaction. Allocating adequate time to provide nursing care was also a main priority.
  Conclusion: There is a need for improvements in the working environment of LPNs within surgical departments. The opportunity for LPNs to grow in their work and enable them to use their skills to the full must be increased. Actions need to be implemented to reduce the number of tasks that are unrelated to nursing responsibilities as well as increase retention rates and recruitment in the profession. More research is needed on LPNs work environments to assess factors that influence LPNs ́ ability to put the patient in the first place and provide high-quality care.
  Keywords: Licensed practical nurses, nursing, surgical patients, work environment, patient outcomes.

Samþykkt: 
 • 10.5.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/46923


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS lokaverkefni.pdf902.43 kBLokaður til...01.06.2027HeildartextiPDF
Yfirlýsing BS.pdf579.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF