is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4693

Titill: 
  • Forúrskurður og ráðgefandi álit. Hver er munurinn?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Evrópska efnahagssvæðið var sett á fót 1. janúar 1994 í kjölfar samningaviðræðna milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. Það samkomulag hefur haft mikil áhrif á íslenskt samfélag og sitt sýnist hverjum um ágæti þess. En það sem skiptir máli fyrir álitaefni þessarar ritgerðar er sú ákvörðun að setja á fót sérstakan EFTA-dómstól. Með þeirri ákvörðun kom til sögunnar eitt magnað fyrirbrigði að heiti „ráðgefandi álit“. Þegar maður les í þessi tvö einföldu orð þá verður að segjast harla ólíklegt að inntak þeirra sé eitthvað vafamál. Þó er ekki allt sem sýnist eins og höfundur mun sýna fram á í ritgerð þessari. Fyrst verður tekin fyrir meginreglan um einsleitni og trúnaðarreglan með hliðsjón af mikilvægi þeirra vegna ætlaðs samanburðar í ritgerðinni. Því næst verður farið yfir forúrskurðarkerfið þar sem velt verður upp hugsanlegri skyldu til að afla sér forúrskurðar og hvort hann hafi bindandi áhrif. Þessi álitaefni eru sérstaklega tekin fyrir vegna samanburðar við ráðgefandi álit síðar í ritgerðinni. Ennfremur er fjallað um svipuð álitaefni er varða beiðni um ráðgefandi álit. Í þeim samanburði verður varpað ljósi á þau umfangsmiklu áhrif sem meginreglan um einsleitni hefur á þessi tvö mismunandi úrræði. Þá verður litið á afleiðingar þess að fylgja ekki tveimur fyrrgreindum úrræðum og að hvaða leyti það getur haft áhrif á inntak hugtaksins „ráðgefandi álit“. Höfundur mun leitast við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri eftir því sem við á og þá sérstaklega í niðurlagi ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 16.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4693


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
baritgerdin.pdf311.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna