is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46930

Titill: 
  • Jafnvægi milli vinnu og einkalífs: Lykillinn til að auka árangur og starfsánægju innan skipulagsheildar
  • Titill er á ensku Work-life balance: The key to enhancing success and job satisfaction within an organization
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vinnumarkaðurinn á Íslandi er í stöðugri þróun með hag atvinnurekenda og þægindi launþega í fókus. Jafnvægi milli vinnu og einkalífs er hugtak sem hefur verið rannsakað víða, bæði innanlands og erlendis. Þar sem vinna getur haft áhrif á einkalífið og öfugt er mikilvægt að bæði atvinnurekendur og launþegar þekki vel til hugtaksins. Ávinningur jafnvægisins getur verið jákvæð lífsbreyting fyrir launþega og stuðningur við árangursríkt vinnuumhverfi í skipulagsheildum.
    Jafnvægið kemur meðal annars í veg fyrir kulnun og mikla starfsmannaveltu innan skipulagsheildar. Starfsánægja starfsmanna á það til að aukast með betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
    Íslendingar hafa beitt hugmyndafræði og aðgerðum til þess að ýta undir jafnvægi starfsmanna, þar að meðal er verkefnið Hið gullna jafnvægi frá árinu 2000 og tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar árið 2014. Hið gullna jafnvægi sýndi fram hvernig aukinn sveigjanleiki á vinnustað getur haft jákvæð áhrif á ýmiss konar skipulagsheildir á Íslandi. Í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar voru rannsökuð áhrif styttingu vinnuvikunnar á skipulagsheildir sem flokkast undir velferðarsvið Reykjavíkur. Rannsóknin sýndi fram á að starfsfólk átti auðveldara með að samræma vinnu og einkalíf, þá sérstaklega hjá starfsfólki sem á börn og fjölskyldu.
    Stafræn vinna, eða fjarvinna eins og hún er oft kölluð, getur auðveldað við að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þó kostir stafrænnar vinnu séu margir, eins og aukinn sveigjanleiki á staðsetningu og vinnutíma, þá getur hún einnig haft slæm áhrif. Passa þarf að félagslíf starfsmanna haldist með því að mæta á staðinn þegar haldnir eru fundir eða aðrir viðburðir. Ástæðan fyrir því er að með stafrænni vinnu eiga starfsmenn til að einangra sig mun meira en þegar skylt er að mæta á vinnustaðinn.
    Skipulagsheildir geta hagnast á að hugsa um jafnvægi milli vinnu og einkalífs hjá starfsfólki. Með jákvæðri starfsánægju starfsmanna eykst framleiðni og líkur á ofsaálagi, streitu og kulnun minnka.

Samþykkt: 
  • 10.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46930


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Ritgerð Sigurður Róbert Gunnarsson (2).pdf392,46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf339,56 kBLokaðurYfirlýsingPDF