Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46938
Bakgrunnur: Eldri einstaklingum fer ört fjölgandi í heiminum og á heilbrigðiskerfið fullt í fangi með að halda í við þá þróun. Heimahjúkrun og hjúkrunarheimili eru því orðin stór hluti af heilbrigðiskerfinu og mikilvægt er að fylgjast með gæðum innan þeirra og meta þau á áreiðanlegan hátt. Gæði hafa áhrif á alla þá eldri einstaklinga sem þiggja þjónustuna, aðstandendur þeirra og starfsmenn sem veita þjónustuna. Jafnframt hafa þessir einstaklingar einnig áhrif á gæðin sem veitt eru á þessu þjónustustigi.
Tilgangur: Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að fjalla um mat á gæðum í heimahjúkrun og á hjúkrunarheimilum. Skoðað verður hvernig gæði eru metin á mismunandi hátt og hvaða afleiðingar skortur á þeim getur haft á eldri einstaklinga sem þiggja þjónustuna, aðstandendur þeirra og starfsmenn.
Aðferð: Fræðileg samantekt þar sem leitað var að heimildum í gagnagrunnunum PubMed, Scopus og Web of Science. Ásamt því voru heimildir fundnar með óformlegum hætti. Leitarorð voru valin eftir PICOTS viðmiðum og þurftu rannsóknirnar að uppfylla ákveðin inntökuskilyrði. Eftir að rannsóknir voru valdar gengust þær undir gæðamat samkvæmt litakóða.
Niðurstöður: Alls voru 25 rannsóknir sem stóðust inntökuskilyrðin og voru þær nýttar í niðurstöðum. Þættir sem höfðu helst áhrif á upplifun eldri einstaklinga á gæðum í heimahjúkrun og á hjúkrunarheimilum voru m.a. persónumiðuð umönnun, tengsl og samskipti við bæði starfsmenn og aðstandendur. Þættir er vörðuðu aðstandendur voru m.a. umhverfi, samskipti við starfsfólk og þátttaka í umönnun. Þeir þættir sem höfðu helst áhrif á gæði er varðaði starfsmenn voru streita, vinnuumhverfi, stjórnun og mönnun.
Ályktun: Erfitt getur reynst að meta gæði út frá einstökum þáttum og ber því að horfa heildrænt á alla þá þætti sem geta haft áhrif á þau. Gæði í heimahjúkrun og á hjúkrunarheimilum er stór þáttur í því hvernig eldri einstaklingar, aðstandendur og starfsmenn upplifa þjónustuna. Koma
þarf fram við eldri einstaklinga af virðingu, gera þeim kleift að halda reisn sinni og veita þeim persónumiðaða þjónustu.
Lykilorð: Gæði, heimahjúkrun, hjúkrunarheimili, mönnun, notendaánægja, aðstandendur
Background: The number of elderly people in the world is rapidly increasing, and the healthcare system is fully engaged in coping with this trend. Home care services and nursing homes have therefore become an increasingly large part of the healthcare system. It is important to monitor the quality of care within these services and evaluate them in a reliable way. Quality of care affects all elderly people who receive the service, their relatives, and the employees who provide the service as well. It is important to note that these people also influence the quality of this service.
Purpose: The purpose of this literature review is to discuss the assessment of quality in home care and nursing homes. It will be examined how quality is evaluated in different ways and what consequences a lack of it can have on older people who receive the service, their relatives, and employees.
Method: A literature review was conducted where a search of literature was performed using the following databases: PubMed, Scopus, and Web of Science. Along with that, sources were found using an informal method. The keywords were selected according to the PICOTS framework, and the studies had to meet certain inclusion criteria. After studies were selected, they underwent a color-coded quality assessment.
Results: There were 25 studies that met the inclusion criteria and were used in the results. Factors that had the greatest impact on older people's experience of quality of care in nursing homes and with home care were person-centered care, connection, and communication with both employees and relatives. Factors concerning relatives were mainly the environment, communication with staff, and participation in care. The factors that had the greatest impact on the quality of care for employees were stress, work environment, management, and staffing.
Conclusions: It can be difficult to assess the quality of care based on individual factors, and it is necessary to look holistically at all the factors that can affect it. Quality of care within home care and in nursing homes is a major factor in how elderly people, relatives, and employees experience the service. It is necessary to approach elderly individuals with respect, enable them to maintain their dignity, and provide them with person-centered care.
Keywords: Quality of care, nursing homes, home care, staffing, user satisfaction, relatives
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Gæði í heimahjúkrun og á hjúkrunarheimilum.pdf | 2.45 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Scan 2024-05-08 17.26.41.pdf | 552.66 kB | Lokaður | Yfirlýsing |