Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/46944
Bakgrunnur: Framhandleggsbrot eru algeng en brot á sveifarbeini eru meðal algengustu beinbrotanna. Ýmsir áhrifaþættir eru fyrir beinbrotum, þar má nefna aldur, kyn, almenna beinheilsu, undirliggjandi sjúkdóma og næringarástand, inntöku vítamína og steinefna, eins geta umhverfisþættir, eins og snjór og hálka haft áhrif.
Tilgangur: Taka saman rannsóknir á tíðni og áhrifaþáttum framhandleggs- og úlnliðsbrota þeirra sem búa við sambærilegar aðstæður og eru á Íslandi. Einnig að skoða hjúkrun þeirra sem eru í áhættu fyrir brotum og forvarnir brota.
Aðferð: Gerð var kerfisbundin fræðileg samantekt á ritrýndum rannsóknargreinum í samræmi við inntöku- og útilokunarskilyrði í gagnabönkunum PubMed, Scopus og Cochrane Library. Leit fór fram í febrúar og mars 2024. PRISMA flæðirit sýnir framkvæmd leitar. Gert var gæðamat á greinunum með A-B-C einkunnakerfi.
Niðurstöður: Fimmtán rannsóknir stóðust inntökuskilyrði og voru nýttar við gerð niðurstöðukafla. Rannsóknirnar snertu á ýmsum atriðum sem varða áhrifaþætti beinbrota. Rannsóknirnar sýna að aldur, kyn og undirliggjandi sjúkdómar þá sérstaklega beinþynning hefur umtalsverð áhrif á tíðni og algengi framhandleggs- og úlnliðsbrota. Norðurlöndin eru með þeim löndum sem hafa einna hæstu tíðni framhandleggsbrota í heiminum. Eldra fólk, konur eftir tíðahvörf og einstaklingar með minnkaða beinþéttni eru í meiri áhættu á framhandleggsbrotum en aðrir. Rannsóknir greina frá árstíða- og hitastigsbundnum mun á tíðni framhandleggsbrota í Norður-Evrópu. Rannsóknirnar sýndu jafnframt að inntaka vítamína og steinefna, t.d. kalk, D- og K-vítamín hefur áhrif á tíðni beinbrota.
Ályktanir: Framhandleggs- og úlnliðsbrot eru algeng og í mörgum tilfellum er hægt að koma í veg fyrir þau. Fyrirbyggjandi þættir eru t.d. inntaka fæðubótarefna. Hjúkrunarfræðingar geta nýtt sér þekkingu úr rannsóknum til að greina skjólstæðinga í áhættu, skipuleggja hjúkrunarmeðferð til að fyrirbyggja beinbrot en einnig til að ráðleggja skjólstæðingum sínum sem hlotið hafa beinbrot og þannig stutt betur við endurhæfingu þeirra.
Lykilorð: Framhandleggsbrot, aldursdreifing, kyn, tíðni, kalk, K-vítamín, D-vítamín, beinþynning, árstíðamunur
Background: Forearm fractures are common, but fractures of the radius bone are among the most prevalent fractures. There are various influencing factors for bone fractures, including age, sex, general bone health, underlying diseases and nutritional status, intake of vitamins and minerals as well as environmental factors such as ice and snow.
Purpose: To compile research on the frequency and influencing factors of forearm and wrist fractures for people that live in similar conditions to those in Iceland. Furthermore, the nursing care of those at risk and interventions for bone fracture prevention were reviewed and compiled.
Method: A systematic review of peer-reviewed research articles from the PubMed, Scopus and Cochrane Library databases was compiled in accordance with a set inclusion criteria. Searches were conducted in February and March of 2024. The selection process is illustrated by a PRISMA flow chart. A quality assessment of the selected articles was conducted using an A-B-C grading system, which is based on a quality assessment tool.
Results: Fifteen studies met the inclusion criteria and were used in the preparation of the results chapter. The studies touched on various issues related to influencing factors of bone fractures. The studies indicate that age, sex, underlying diseases and in that case especially osteoporosis, have a significant effect on the frequency and prevalence of forearm and wrist fractures. The Nordic countries have among the highest frequency of forearm fractures. Older adults, postmenopausal women and individuals with low bone mineral density are more at risk than others when it comes to forearm fractures. Moreover, the studies demonstrated seasonal and temperature-related differences in the incidence rate of forearm fractures in the northern parts of Europe. The studies also established that vitamin and minerals for example calcium, vitamin D and K can affect the frequency of bone fractures.
Conclusion: Forearm and wrist fractures are common and in many cases preventable. Preventive factors may include the intake of food supplements. Nurses can gain knowledge from research to identify patient groups at risk, plan nursing treatment to prevent fractures, as well as to educate patients who have suffered bone fracture and thus further support their rehabilitation.
Keywords: Forearm fracture, age distribution, gender, sex, prevalence, calcium, vitamin K, vitamin D, osteoporosis, seasonal bone fractures
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_yfirlysing_undirritad.pdf | 353.28 kB | Locked | Declaration of Access | ||
Framhandleggsbrot ahrifathaettir og tidni.pdf | 1.33 MB | Open | Complete Text | View/Open |