is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46949

Titill: 
  • Áhrif áhrifavalda á TikTok á kaup neytenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Síðustu ár hafa einkennst af mikilli og hraðri tækniþróun stafrænna miðla. Samfélagsmiðilinn TikTok hefur vaxið hratt og orðið gríðarlega vinsæll meðal fjölda fólks og hefur náð yfir milljónum notenda um allan heim. Margir áhrifavaldar hafa fært sig yfir á TikTok til að nota miðilinn til að auglýsa vörur eða þjónustu. Áhrifavaldar sem markaðssetja vörur eða þjónustu er frekar ný markaðsleið og hefur þessi leið aukist gríðarlega á síðustu árum. Í henni felst að fyrirtæki fá þekkta aðila eða áhrifavalda til að auglýsa eða tala um vörur eða þjónustu sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða gegn því að fá greiðslu í formi peninga eða vara. Í dag kannast flestir við að sjá áhrifavald tala um eða auglýsa vöru á TikTok og verða því áhugasamir um þessa tilteknu vöru eða þjónustu, sem leiðir stundum til kaupa hjá áhorfandanum. Áhrif sem áhrifavaldar á TikTok geta haft á kaup neytenda eru ólík þeim áhrifum sem margir eru vanir. Áhrifavaldar geta haft merkilega mikil áhrif á kaup neytenda og skapa þannig eftirspurn eftir tilteknum vörum eða þjónustu. Með skemmtilegum og upplýsandi auglýsingum geta áhrifavaldar því skapað þrýsting á neytendur til að kaupa vörur sem þeir kynnu annars að sleppa að skoða. TikTok áhrifavaldar hafa mikið vald til að hafa áhrif á kaup neytenda, þeirra samþykki á vöru eða þjónustu getur leitt til þess að hún seljist eins og eldur í sinu sem ýtir undir áhuga annarra neytenda á tiltekinni vöru. Fyrirtæki eru að átta sig meira og meira á því hversu gagnlegt það er að vinna með áhrifavöldum til að ná til dyggra fylgjendahópa þeirra. Markmið ritgerðarinnar var að athuga áhrif sem áhrifavaldar hafa á kaup neytenda, hvers konar áhrif væru til staðar og af hverju áhrifin eru. Rannsóknir um áhrif áhrifavalda á kaup neytenda voru skoðaðar sem og greinar og bækur sem tengjast efninu. Helstu niðurstöður eru að áhrifavaldar á TikTok eiga mikilvægan þátt í að móta viðhorf og ákvarðanir neytenda um vörur og þjónustu, þeir stuðla að vöruþekkingu og ýta undir notkun á vörum og þjónustu sem auglýst eru.

Samþykkt: 
  • 10.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46949


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif áhrifavalda á TikTok á kaup neytenda - BS 2024.pdf386,24 kBLokaður til...03.05.2044HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf1,17 MBLokaðurYfirlýsingPDF