Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46961
Í þessari ritgerð verður fjallað um verðtryggð og óverðtryggð fasteignalán á Íslandi með það að markmiði að bera saman hagkvæmni þess að skulda hvort um sig á tímabilinu 2009-2019. Ritgerðin miðar að því að dýpka fjármálalæsi lesenda á því hvernig verðbólga og vextir hafa áhrif á greiðslubyrði og lánakjör, sem og hvernig þessir þættir móta ákvarðanir um lánatöku. Fjallað er um helstu eiginleika verðtryggðra og óverðtryggðra lána og þeim áhættum sem að hvort fyrir sig kann að hafa í för með sér varðandi breytilegar efnahagsaðstæður. Að lokum er borin saman hagkvæmni þessara tveggja lána á tímabilinu 2009-2019, en sú umfjöllun undirstrikar mikilvægi þess að lánþegar séu upplýstir um efnahagslegar aðstæður hverju sinni og þeim afleiðingum sem að breytt efnahagsástand getur haft í för með sér.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf | 551,85 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Lokaverkefni.pdf | 1,08 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |