is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/46968

Titill: 
  • „Þið þurfið ekki að vera vinir þó að þið séuð að vinna saman, bara að vera kurteis.“ Hlutverk og upplifun millistjórnandans í stjórn af ágreiningi á vinnustað
  • Titill er á ensku "You don't have to be friends even though you're working together, just be courteous." The Role and Experience of the Middle Manager in Managing Workplace Conflict.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun og reynslu millistjórnenda sem starfa á Austurlandi af hlutverki þeirra í ágreiningsmálum á milli starfsmanna þeirra. Í þessari eigindlegu rannsókn voru tekin viðtöl við átta millistjórnendur sem starfa á hinum almenna vinnumarkaði þar sem skoðuð voru sjónarhorn og upplifun þeirra af hlutverkum sínum í ágreiningsmálum, uppsprettur og birtingarmyndir ágreinings milli starfsmanna, þær aðferðir sem notaðar eru til stjórnunar ágreinings og þann stuðning og þjálfun sem millistjórnendum stendur til boða í ágreiningi. Niðurstöðurnar sýna að millistjórnendur líta á hlutverk sitt sem margþætt sem m.a. feli í sér að setja gott fordæmi, veita forystu, hvatningu og stuðning ásamt því að viðhalda skilvirkum samskiptaleiðum. Helstu birtingarmyndir ágreinings að mati millistjórnenda eru samstarfsörðuleikar, samskiptaleysi, baktal og frammistöðu- og hegðunarvandi.Persónubundinn ágreiningur var langalgengasta tegund ágreinings þar sem uppspretturnar mátti aðallega rekja til mismunandi persónuleika, tungumálaörðugleika, misskilnings, menningarlegs mismunar, baktals og slúðurs. Millistjórnendur töldu að þeim bæri skylda til að bregðast við ágreiningsmálum milli starfsmanna ef hann hefði áhrif á
    afköst, framleiðni eða skilvirkni starfseminnar ásamt því ef ágreiningurinn ylli einhverjum vanlíðan. Millistjórnendurnir lögðu áherslu á að koma í veg fyrir ágreining með því að efla starfsánægju og starfsanda. Óformlegar aðferðir eins og samtöl og fundir voru kosnir fram yfir formlegar aðferðir. Flestir millistjórnendur kjósa að láta starfsmenn leysa vandamál sín á milli án aðkomu þeirra og sumir hreinlega forðast að taka á ágreiningsmálum. Þó langflestir millistjórnendur skynji að þeir hafi fullnægjandi stuðning frá yfirmönnum eða mannauðsteymum finna þeir sem ekki hafa mannauðsteymi starfandi á staðnum fyrir skort á stuðningi. Millistjórnendurnir telja sig vera nægilega í stakk búnir til að stjórna ágreiningi milli starfsmanna þrátt fyrir að hafa fengið takmarkaða formlega þjálfun og fræðslu í ágreiningi. Þeir byggja færni sína fyrst og fremst á reynslu og sjálfsnámi. Rannsakandi telur að rannsóknin hafi varpað ljósi á lykilhlutverk millistjórnenda á ágreiningi og hvar styrkleikar þeirra liggja í þeim málum, ásamt þörfinni fyrir frekari þekkingu, fræðslu og þjálfun til að auka færni og skilvirkni.

Samþykkt: 
  • 10.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/46968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Adda Björk_Lokaverkefni_Hlutverk millistjórnenda_ágreiningur.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_Adda.pdf219,02 kBLokaðurYfirlýsingPDF