is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/47005

Titill: 
 • Prófun verkjaappsins PicPecc fyrir börn í íslenskri útgáfu - álit barna á gagnsemi þess
 • Titill er á ensku Assessing the useability of the Icelandic version of the Pictorial support in person - centered care for children (PicPecc) digital tool
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Verkur er óþægileg skyn- og tilfinningaupplifun. Verkur er persónuleg upplifun og mat einstaklings á eigin verk er talinn besti mælikvarðinn. Ljóst er að börn eiga oft erfitt með að tjá verki sína. Það leiðir til þess að verkir þeirra eru oft ekki rétt greindir og meðhöndlaðir. Brýnt er að vera í stöðugri leit að leiðum til þess að styðja og hjálpa börnum við verkjatjáningu. Dæmi um slíka lausn er PicPecc verkjappið sem hefur það markmið að auðvelda börnum að tjá upplifanir, einkenni og líðan. Rannsóknum á PicPecc út frá sjónarhornum barna er ábótavant.
  Tilgangur: Að kanna hvort PicPecc appið sé notendavænt fyrir börn á aldrinum 8–18 ára til að tjá verki. Einnig að bera PicPecc saman við önnur verkjamöt. Rannsóknartilgátan er: Íslenska útgáfan af verkjaappinu PicPecc er notendavæn fyrir börn á aldrinum 8–18 ára og gagnast þeim til að tjá verki.
  Rannsóknarsnið: Fræðileg samantekt á eigindlegum og megindlegum rannsóknum ásamt forprófun á PicPecc.
  Aðferð: Aflað var heimilda á gagnagrunnunum PubMed og Scopus. Til að gera prófanir á appinu var spurningalistinn System Usability Scale (SUS) lagður fyrir tíu stráka og fimm stelpur (n=15) á aldrinum 8–18 ára. Auk þess voru þau fengin til að svara átta opnum spurningum. Unnið var úr tölulegum gögnum spurningalistans og svör við opnu spurningunum flokkuð eftir hverri síðu í appinu.
  Niðurstöður: Helstu niðurstöður forprófunarinnar voru að börnin sem tóku þátt fannst appið góð leið til þess að tjá verki sína. Meðaltal SUS var 81,17 þar sem þrettán af fimmtán börnum mátu appið hafa notagildi. Þó komu í ljós nokkrar takmarkanir að mati barnanna: Orðalag og orðaval fannst þeim oft flókið; þeim fannst skorta fjölbreytni í avatarnum þar sem þau gátu ekki öll samsvarað sér við hann; og sáu ekki tilgang með gæludýrunum í appinu. Verkjamatið eFTS sem notað er í PicPecc hefur ýmsa kosti fram yfir önnur verkjamöt: það er þrískipt, myndrænt, rafrænt og ætti að létta undir með heilbrigðisstarfsfólki.
  Ályktun: Mikilvægt er að PicPecc verði rannsakað frekar, sérstaklega út frá sjónarhorni barna. Niðurstöður forprófunarinnar ættu að nýtast við þróun á appinu og innleiðingu þess á Íslandi. Appið ætti að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki til að meta verki hjá börnum og leiða til betri verkjameðferðar, börnum til heilla.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Pain is an unpleasant sensory and emotional experience, a highly personal experience. A person’s report of their own pain is the best measurement. Children often find it hard to express their pain. Pain that children experience is often underdiagnosed and incorrectly treated. Effective solutions are therefore needed. An example of such solutions is the PicPecc app, which has the objective to make it easier for children to express their own experiences, symptoms and feelings. Research on PicPecc from children's perspectives is inadequate.
  Purpose: Assessing the useability of PicPecc for children aged 8–18 years to express pain. In addition to compare PicPecc with other pain scales. The research hypothesis is: the Icelandic version of the pain app PicPecc is effective for children aged 8–18 years and is useful for them to express pain.
  Design: The study included a literature review of qualitative and quantitative research on pain apps and pre-testing of PicPecc.
  Method: Data was collected on the databases, PubMed and Scopus. To test the app, ten boys and five girls (n=15), aged 8–18 years, were asked to answer the System Usability Scale (SUS) questionnaire. Additionally, they were asked to answer eight open-ended questions. Numerical data from the questionnaires were processed and responses from the open-ended questions were categorized in correspondence to each page in the app.
  Results: The main results of the study were that children who participated found the app a good way to express their pain. The mean SUS score was 81,17, with thirteen out of fifteen children rating the app as useful. However, some limitations were revealed in the child's opinion: They often found the choice of words complex; they felt the avatar lacked variety; and didn't see the point of the pets in the app. The pain assessment eFTS used in PicPecc has several advantages over other pain assessments: It is tripartite, graphical, electronic and should ease the work of healthcare professionals.
  Conclusion: Further research on PicPecc is important, especially from the children's perspectives. The research results will be useful in the development of the app and its implementation in Iceland. It is therefore expected that the results will help healthcare professionals better assess children’s pain and thus lead to better pain management, for children’s benefit.

Samþykkt: 
 • 13.5.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/47005


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni bs.pdf1.3 MBLokaður til...08.05.2025HeildartextiPDF
Yfirlýsing-Skemman.pdf555.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF