Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4701
Þessi ritgerð er skrifuð um útikennslu með það að markmiði að hvetja kennara til að nýta sér hana til kennslu í náttúrufræði. Sú skilgreining á útikennslu að hún sé vinnuaðferð sem býður upp á margs konar kennslu og nám er notuð hér. Að auki er fjallað um markmið útikennslu, gildi og leiðir í kennslu.
Margir hafa skrifað um mikilvægi þess að nýta sér umhverfið til kennslu. Viðurkennt er að öllum börnum sé það nauðsyn að fá að handleika og snerta hluti, en með útikennslu er einmitt verið að reyna á þessa þætti. Í þessari ritgerð er einnig rætt um mikilvægi nærumhverfissins fyrir þroska barna og m.a. bent á leiðir til að nýta sér það til kennslu.
Rætt er um mikilvægi útikennslunnar og helstu þættir sem hún styður við dregnir fram s.s. að koma til móts við sem flesta í kennslu, auka á fjölbreytni kennslunnar, stuðla að hreyfingu, auka umhverfisvitund og virðingu og hvetja til jákvæðrar upplifunar á náttúrunni.
Ritgerðinni fylgja fimm kennsluverkefni, sem ætluð eru til útikennslu. Þau fjalla um; tré og gróður, jarðveg og ræktun, veðurfar og skyggni, smádýr og fugla. Þremur fyrstu verkefnunum fylgir stutt greinargerð þar sem tekið er fyrir hvernig verkefnin reyndust í kennslu. Viðmælendur voru fimm kennarar ásamt nemendum sem reyndu verkefnin. Reynsla þeirra var mjög jákvæð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
endanlegt_fixed.pdf | 1.36 MB | Opinn | Heildatexti | Skoða/Opna |