Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47016
Ritgerð þessi fjallar um áhrif gervigreindar á mannauðsstjórnun. Í byrjun verður farið yfir gervigreind, rýnt verður í hugtakið, sögu og traust til gervigreindar ásamt áhrif á vinnumarkað. Síðan verður gert grein fyrir hugtakinu mannauðsstjórnun. Þar næst verður farið yfir notkun gervigreindar í ýmsum viðfangsefnum mannauðsstjórnunar og að auki verður farið yfir hugsanleg siðferðileg álitamál ásamt innleiðingu gervigreindar.
Helsta markmið þessarar ritgerðar var að kanna áhrif gervigreindar á mannauðsstjórnun og fjalla um þann ávinning og þá annmarka sem notkun hennar hefur í för með sér. Niðurstöður leiddu í ljós að gervigreind getur haft umtalsverð áhrif á mismunandi þætti mannauðsstjórnunar. Einn helsti ávinningur gervigreindar er að hún getur greint og unnið úr stórum gagnasöfnum með miklum hraða. Því dregur gervigreind úr tíma og fyrirhöfn ásamt því eykur hún skilvirkni í ferlum mannauðsstjórnunar og aukinni nákvæmni sem nýtist til ráðleggingar við ákvarðanatöku. Vert er að taka fram annmarkar gervigreindar, til að mynda áhyggjur af hlutdræg gögn, gagnsæi og ábyrgð ákvarðana, skort á tilfinningagreind ásamt gagnasöfnun og úrvinnsla gagna sem geta varða persónuvernd. Innleiðing gervigreindar ætti að fara fram með skilvirkri prófun og er mikilvægt að sinna áframhaldandi eftirliti og aðlögun til þess að tryggja siðferðilega notkun auk þess að koma í veg fyrir neikvæð áhrif. Með ábyrgri notkun gervigreindar getur hún orðið öflugur samstarfsaðili og mun nýtast til þess að magna það sem mannauðurinn getur áorkað í sínum störfum og þar er verðmætasköpunin.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Gervigreind og mannauðsstjórnun - Lokaeintak.pdf | 359,22 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf | 407,05 kB | Lokaður | Yfirlýsing |