is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/47019

Titill: 
  • Áhrif áskrifta á afþreyingu. Greining á mörkuðum áskriftarfyrirtækja á netinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Neysla nýrrar kynslóðar neytenda einkennist af áskriftum og afþreying hefur í miklum mæli færst yfir í áskriftir síðastliðin ár, þá sérstaklega á netinu. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á og skoða þróun og áhrif áskrifta á mörkuðum sjónvarps, tónlistar, tölvuleikja og frétta og kanna hvernig tekjur hafa þróast í takt við innleiðingu áskrifta. Tekin eru fyrir eitt til þrjú fyrirtæki í hverjum geira og skoðað hvernig áskriftir aðgreina sig frá öðrum tegundum viðskiptalíkana. Skoðaðir eru kostir áskrifta en Adobe er sérstaklega tekið fyrir sem dæmi um vel heppnaða umbreytingu yfir í áskriftarlíkanið. Niðurstöður ritgerðar leiddu í ljós að tveir af fjórum geirum, sjónvarpsiðnaðurinn og tónlistariðnaðurinn, hafa séð mikinn jákvæðan ábata vegna áskrifta. Sölutekjur í sjónvarpsiðnaðinum eru í dag hæstar meðal áskriftarfyrirtækja en óvíst er hvort að Netflix, sem er í markaðsráðandi stöðu, sé enn í samkeppni við hefðbundnar sjónvarpsstöðvar. Tónlistariðnaðurinn sá um árabil stöðuga lækkun á tekjum eða þangað til áskriftir að streymisveitum urðu vinsælar en þar hefur orðið viðsnúningur þar sem tekjur og hagnaðarhlutfall hafa farið hækkandi. Sá iðnaður er nú á grænni grein og náði hæstu tekjum frá upphafi árið 2023. Tölvuleikjaiðnaðurinn hefur hins vegar ekki séð sama ábata með innleiðingu áskrifta og það sama á við um fréttaiðnaðinn.

Samþykkt: 
  • 13.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47019


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Logi_Stefansson_Ahrif_askrifta_a_afthreyingu_Final2.pdf2.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf295.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF