is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47026

Titill: 
  • „Ef ég vil þiggja blóð þá er sjálfsagt að gefa það líka.“ Áhrifaþættir blóðgjafa
  • Titill er á ensku „If I can receive blood, I can certainly also donate it." Factors influencing blood donations
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Blóðbankar sinna gríðarlega mikilvægu starfi fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt og eru blóðgjafar ómissandi hlekkur í því starfi. Blóðgjafar gefa á óeigingjarnan hátt af sér blóð til að þeir sem á því þurfa að halda hverju sinni fái blóð. Stöðugt magn blóðs sem spítalar hafa til taks er heilsu- og lífsbjargandi og því er mikilvægt að fá sem flesta til að gefa blóð og gefa það eins oft og mögulegt er. Markmið þessarar rannsóknar var að komast að því hvaða hvatar, hindranir, upplifanir og reynsla hafa áhrif á núverandi og mögulega blóðgjafa í samfélaginu. Samhliða var kannað hvaða persónuleikaþættir HEXACO einkenna núverandi og mögulega blóðgjafa og þeirra afstöðu gagnvart fyrrgreindum þáttum.
    Rannsóknin var sett fram með megindlegum spurningalista sem deilt var á samfélagsmiðlum og tóku 1028 manns þátt í rannsókninni. Niðurstöður leiddu í ljós að helstu hvatar til blóðgjafa eru tengdir innri tilfinningu fólks til að láta gott af sér leiða og leggja sitt að mörkum til samfélagsins. Hvatar í formi efnislegra hluta eins og gjafavörur hafa ekki jákvæð áhrif á blóðgjafir til lengri tíma en geta verið vænleg leið til að auka nýliðun blóðgjafa. Hindranir til blóðgjafa voru helst tengdar heilsu fólks, kvíða eða ótta og hræðslu við nálar og blóð. Fyrri rannsóknir styðja þessar niðurstöður og leggja til notkunar á markaðsherferðum tengdum tilfinningum á einn eða annan hátt til að hughreysta þá sem hræðast blóðgjafir.
    Þessi rannsókn er liður í vitundarvakningu til að auka þekkingu almennings á viðfangsefninu en sökum hækkandi aldurs, sem og slakri nýliðun blóðgjafa, mætti segja að málefnið eigi undir högg að sækja. Með því að greina hvað skilgreinir blóðgjafa almennt, hvað hvetur fólk til að gefa blóð sem og hvað hindrar fólk í að gerast blóðgjafar er hægt að takast á við þetta verðuga verkefni á fræðilegan og ígrundaðan hátt. Út frá persónueinkennum geta blóðbankar útfært samfélagsmiðaðar markaðsherferðir með hegðunarbreytingu að leiðarljósi til að auka nýliðun blóðgjafa sem og til að viðhalda reglulegum blóðgjöfum. Rannsóknina telur rannsakandi gagnlega blóðbönkum víðsvegar um heiminn til að skilja hegðun núverandi og mögulegra blóðgjafa og gæti reynst gagnlegur liður í að betrumbæta markaðssetningu blóðbanka til framtíðar.

  • Útdráttur er á ensku

    Blood banks play an immensely important role for healthcare systems and entire societies, and blood donors are an indispensable link in this work. Donors selflessly give blood so that those in need can receive it whenever necessary. The constant supply of blood that hospitals have at their disposal is crucial for health and life-saving purposes, making it crucial to encourage as many people as possible to donate blood and to do so as often as they are allowed. The aim of this research was to identify the motivators, barriers, and experiential factors influencing current and potential blood donors in the community. Concurrently, it examined which HEXACO personality traits characterize these groups and their attitudes towards the aforementioned factors.
    The research was conducted using a quantitative questionnaire distributed on social media, with 1028 individuals participating in. The results revealed that the main motivators for blood donation are linked to people's internal drive to do good and contribute to society. Material incentives, such as gifts, do not have a lasting positive effect on blood donation but can be a promising way to increase blood donor recruitment. Barriers to donation were primarily related to people’s health, anxiety and fear of needles and blood. Previous research supports these findings and suggest marketing campaigns tailored to emotional appeals as a means to reach individuals on a personal level and encourage those afraid of donating blood. This research contributes to raising awareness and understanding of this important matter, which is becoming increasingly pressing due to aging populations and declining numbers of new blood donors. By analysing what defines blood donors, what motivates people to donate, and what prevents them from becoming donors, it's possible to tackle this significant challenge in an informed and professional manner. Based on personality traits, blood banks can develop targeted social marketing campaigns focused on behavioural change to increase donor recruitment and maintain donations from regular donors. The researcher believes this study will be useful to blood banks worldwide in understanding the behaviour of current and potential donors and could be a valuable component in improving marketing of blood banks for the future.

Samþykkt: 
  • 13.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47026


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RagnheidurEmilia_MSritgerd.pdf1,19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_REA.pdf312,9 kBLokaðurYfirlýsingPDF