Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4703
Knattspyrna er meðal vinsælustu íþróttagreina hér á landi og víða um heim. Íþróttinni fylgir þó sá baggi að algengi íþróttameiðsla er hátt í samanburði við aðrar íþróttagreinar. Algengustu tegundir meiðsla í knattspyrnu, af álagsmeiðslum undanskildum, eru vöðvatognanir, liðbandatognanir og maráverkar. Meðal algengustu vöðvatognana eru tognanir á aftanverðum lærvöðva, eða hamstrings, og tognanir á nára. Af liðbandatognunum eru tognanir í hné og ökkla algengastar. Maráverkar eru algengastir framan á læri, eða á quadriceps.
Í ritgerðinni er farið yfir eðli þessara meiðsla, skoða hvernig alvarleiki þeirra er metinn og hvernig þau lýsa sér. Farið er yfir þætti sem sýna fram á mikilvægi fyrirbyggjandi æfinga.
Helsta markmið ritgerðarinnar er að finna æfingar sem knattspyrnufólk getur lagt stund á með það að markmiði að minnka líkur á meiðslum. Beinist sjónin aðallega að fyrr greindum meiðslum.
Verkefnið sýnir fram á að draga má úr meiðslum ef leikmaður leggur stund á fyrirbyggjandi æfingar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð - V.I.V..pdf | 1.41 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Lokaritgerð - V.I.V. - Forsíða.pdf | 16.31 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |