is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47031

Titill: 
  • ORAT hjá Isavia
  • Titill er á ensku ORAT at Isavia
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu starfstengda verkefni var ORAT aðferðafræðin hjá Isavia viðfangsefnið. Rannsóknin miðaði að því að sjá samsvörun ORAT við valin fræði og tók til innleiðingar á ORAT hjá Isavia, ávinnings af aðferðafræðinni og möguleg tækifæri til umbóta. Eigindleg rannsóknaraðferð varð fyrir valinu til að gefa rannsakanda dýpri innsýn og skilning á upplifun og reynslu notenda aðferðafræðinnar innan veggja Isavia. Gagnaöflunin var í formi viðtala og vinnustofu. Tekin voru sjö viðtöl við handvalda einstaklinga innan Isavia sem allir hafi komið að ORAT verkefnum og haldin var ein vinnustofa með endanotendum sem komu að ORAT ferlinu í akbrautarverkefninu Mike.
    Helstu niðurstöður sýndu fram á að innleiðingin á ORAT er enn í gangi hjá Isavia en þrátt fyrir það hefur skapast sjáanlegur ávinningur af ORAT. Ávinningurinn er þvert á skipulagsheildina að því er virðist og óháður snertifleti hvers og eins við aðferðafræðina. Þó svo að almenn ánægja sé með ORAT þá sáu viðmælendur tækifæri til umbóta og þeim voru gerð góð skil í rannsókninni. Möguleg tækifæri sem fram komu í rannsókninni falla þó ekki öll undir ORAT en eiga það öll sameiginlegt að snúa að stærri framkvæmdaverkefnunum á Keflavíkurflugvelli.

Samþykkt: 
  • 13.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47031


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ORAT hjá Isavia.pdf1,89 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf60,06 kBLokaðurYfirlýsingPDF