is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47050

Titill: 
  • ÍL-sjóður: Yfirlit um sögu og vandamál sjóðsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íbúðalánasjóð, forvera ÍL-sjóðs kannast flestir landsmenn við sem tóku lán til íbúðarkaupa yfir starfstíma hans, enda voru umsvif hans mikil. Færri þekkja hins vegar það uppsafnaða tap sem myndast hefur yfir áralanga starfsemi sjóðsins. Sjóðurinn var með mikla hlutdeild í íbúðaveðlánum á starfstíma sínum þar til að íslensku bankarnir og sparisjóðarnir fóru í harða samkeppni við veitingu umræddra lána. Sjóðurinn hélt í sókn og sótti til þess mikið fjármagn með útgáfu skuldabréfa.
    Ákvarðanir sem teknar voru með góðum ásetningi fyrir um 20 árum reyndust sjóðnum og þar með ábyrgðaraðilanum, íslenska ríkinu, dýrkeyptar. Röð óheppilegra atburða: breyting á skuldabréfaútgáfu, aukin samkeppni á veitingu íbúðaveðlána, efnahagshrunið 2008 og að lokum heimsfaraldurinn Covid-19 hafði allt neikvæð áhrif á rekstur sjóðsins.
    Árið 2022 tilkynnti fjármála- og efnahagsráðherra að taka þyrfti ákvörðun um áframhaldandi rekstur ÍL-sjóðs þar sem að sjóðurinn myndi fyrirsjáanlega verða uppiskroppa með fjármagn og ekki geta greitt af skuldum sínum til lokagjalddaga. Valkostir ríkisins gagnvart sjóðnum eru framlög fjármuna, slit á sjóðnum eða samkomulag við skuldabréfaeigendur. Ekki er hægt að segja til um hver endanleg örlög ÍL-sjóðs verða, þó talið sé ólíklegt að sjóðnum verði slitið í þeirri mynd sem fyrirhuguð er í dag. Líklegri niðurstaða er að honum verði veitt fjármagn ásamt mögulegu samkomulagi við skuldabréfaeigendur um skerðingu á kjörum eða jafnvel uppgjör. Fyrirhuguð slit sjóðsins séu hugsanlega notuð til þess að fá eigendur íbúðabréfa til að bera hluta þess kostnaðar sem áframhaldandi rekstur ÍL-sjóðs mun fyrirsjáanlega kosta ríkissjóð.
    Ritgerðin inniheldur yfirlit um starfsemi Íbúðalánasjóðs og skýringu á því tapi sem fylgdi í kjölfarið. Greint er frá stofnun ÍL-sjóðs og þeirri óhagstæðu stöðu sem hann glímir við. Jafnframt er lögð sérstök áhersla á að skýra þá valkosti sem ríkið hefur varðandi vanda ÍL-sjóðs þegar litið er til framtíðar.

Samþykkt: 
  • 14.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47050


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÍL-sjóður.pdf1,3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf213,75 kBLokaðurYfirlýsingPDF