Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47055
Bakgrunnur: Ákveðnir lífshættir geta haft mikil áhrif á störf sjúkraþjálfara. Mikilvægt er að rannsaka þá þætti hjá íslenskum sjúkraþjálfurum ásamt starfsánægju þeirra. Rannsókn sem þessi á störfum sjúkraþjálfara á Íslandi hefur ekki verið gerð áður. Erlendar rannsóknir hafa sýnt innan sem utan sjúkraþjálfunar meiri starfsánægju og sjálfræði hjá verktökum miðað við launþega en launþegar upplifa meira starfsöryggi.
Aðferðir: Sendur var frumsaminn spurningalisti til sjúkraþjálfara á Íslandi til að komast að því hvort munur sé á lífsháttum milli þeirra sem vinna sem verktakar eða launþegar og hvernig þeir meta sína eigin starfsánægju. Megindlegri aðferðafræði var beitt í formi spurningalista sem var sendur með gefnu leyfi frá Félagi sjúkraþjálfara á félagsmenn frá 9. október til 2. nóvembers. Notast var við kí-kvaðrat próf til úrvinnslu á marktektarmælingu þar sem marktektargildi var p<0,05.
Niðurstöður: Svarhlutfall þátttakenda innan Félags sjúkraþjálfara var 37% (n=246). Marktækur munur var á átta þáttum milli verktaka og launþega. Marktækur munur var á aldri (p=0,027), kyni (p<0,001), starfsaldri (p<0,001), streitu/álagi (p=0,014), mætingu í vinnu út frá veikindum eða slappleika (p=0,014), vinnustundum (p=0,011), matar- og kaffitíma (p=0,004) og sjálfræði í starfi (p=0,014). Ekki fannst marktækur munur á veikindadögum á mánuði (p=0,850), starfskvíða (p=0,969), öflun nýrrar þekkingar (p=0,897), samskipta og tengsla við samstarfsfélaga (p=0,366), hreyfingu (p=0,191), svefnlengdar (p=0,061), svefngæða (p=0,437), starfsánægju (p=0,973), ánægju með laun (p=0,753), og á virðingu og staðfestingu á menntun og starfi frá samstarfsfélögum (p=0,069).
Ályktanir: Verktakar finna marktækt minna fyrir streitu eða miklu álagi í starfi, mæta oftar í vinnu veikir eða með slappleika, vinna fleiri vinnustundir á viku, og upplifa meira sjálfræði í starfi en launþegar. Launþegar eru marktækt eldri, með hærri starfsaldur og taka sér lengra matar- og kaffihlé en verktakar. Áhugavert væri ef framtíðar rannsóknir myndu skoða muninn á sömu þáttum út frá kyni, aldri og búsetu.
Background: Certain life factors can have a significant impact on physiotherapists´ work. It is important that those factors are studied within Icelandic physiotherapists as well as their job satisfaction. A study like this on the work of physiotherapists in Iceland has not been done before. Foreign studies, within and outside of physiotherapy, have shown that contractors have higher job satisfaction and autonomy than employees. Employees experience more job security than contractors.
Methods: The purpose of this research was to study if there is a difference between life factors between physiotherapists who work as contractors or employees and how they value their own job satisfaction. Quantitative methodology was used in the making of a questionnaire. The questionnaire was sent with permission from the Icelandic Physiotherapist Association to members from October 9 to November 2. A chi-square test was used to test independence between the groups where the p-value was set as p<0,05.
Results: The response rate of participants within the Icelandic Physiotherapy Association was 37% (n=246). There were significant differences in eight factors between contractors and employees. There was a significant difference in age (p=0,027), gender (p<0,001), years of working experience (p<0,001), stress (p=0,014), attendance at work while sick (p=0,014), working hours (p=0,011), meal and coffee time (p=0,004) and autonomy at work (p=0,014). No significant difference was found in sick days per month (p=0,850), occupational anxiety (p=0,969), acquiring new knowledge (p=0,897), communication and relationships with colleagues (p=0,366), exercise (p=0,191), sleep duration (p=0,061), sleep quality (p=0,437), job satisfaction (p=0,973), satisfaction with salary (p=0,753), and respect and confirmation of education and occupation from colleagues (p=0,069).
Conclusions: Contractors feel significantly less stressed at work, attend more often sick to work, work more hours per week, and experience more autonomy at work than employees. Employees are significantly older, have more years of work experience, take longer meal and coffee breaks than contractors. Follow-up research could study the difference of gender, age, and place of residence on the same life factors and job satisfaction as in this study.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS ritgerð Bjarki!.pdf | 1,14 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing, Skemman.pdf | 107,73 kB | Lokaður | Yfirlýsing |