is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47060

Titill: 
  • Vöðvafíkn eða áhugamál? Samanburður á íslenskum og erlendum vöðvasmiðum á Instagram
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið ritgerðarinnar er að skoða birtingarmynd vöðvastæltra áhrifavalda á Instagram. Annað markmið er að kanna flókið samband milli vaxtarræktar og samfélagslegra áhrifa þess á sjálfsmynd einstaklinga. Stuðst var við kenningar fræðimannana Erving Goffman, George Herbert Mead og Charles Horton Cooley um sjálfið og hugsanleg áhrif sem birtingarmynd á samfélagsmiðlum hefur áhrif á mótun þess. Framkvæmd rannsóknarinnar var þemagreining á sex aðgöngum vöðvastæltra karlmanna, þremur íslenskum og þremur erlendum, og samanburður gerður á þeim. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að margt sameiginlegt var með öllum sex aðgöngunum og að birtingarmyndin var að líta sem allra best út líkamlega og að útlitið hafi þannig fjárhagslegan ávinning. Gaf rannsóknin til kynna að sjálfsmynd einstaklinganna virtist velta á líkamlegu útliti þeirra frekar en annara eiginleika. Ásamt því kom í ljós að þrír einstaklingar af sex viðurkenndu notkun á frammistöðubætandi efnum og að notkun slíkra efna virðist vera vinsæl. Lúxus lífstíll einkenndi erlendu áhrifavaldana en þeir íslensku virtust lifa fremur eðlilegu lífi.

Samþykkt: 
  • 15.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47060


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð í félagsfræði_SEK (2).pdf2,64 MBLokaður til...14.05.2025HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf1,84 MBLokaðurYfirlýsingPDF