is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47061

Titill: 
  • Forprófun á nýju málþroskaprófi fyrir 6–10 ára: Flokkun orða, mál- og hljóðkerfisvitund og málnotkun
  • Titill er á ensku Piloting a new language assessment tool of language skills for 6–10-year-old children: Word categorisation, metalinguistic and phonological awareness, and language use
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Á Íslandi er lítið til af málþroskaprófum fyrir börn á grunnskólaaldri og þau sem eru notuð í dag eru ýmist þýdd og staðfærð, eða meta aðeins afmarkaða þætti málfærni barna. Markmið þessarar rannsóknar var að forprófa nýtt málþroskapróf, Málfærni íslenskumælandi grunnskólabarna (MÍSL-G), sem ætlað er börnum á aldrinum 6–10 ára. Í þessum hluta rannsóknarinnar voru þrjú af 11 undirprófum málþroskaprófsins skoðuð, þ.e. Tjáning: Flokkun orða, Skilningur/tjáning: Mál- og hljóðkerfisvitund og skráningarlisti um félagslega málnotkun, sem samanstóð af spurningum sem lagðar voru fyrir foreldra. Próffræðilegir eiginleikar þessara undirprófa voru metnir svo halda megi áfram að þróa prófið og búa það undir stöðlun.
    Aðferð: Málþroskaprófið var lagt fyrir 106 börn í tveimur grunnskólum í Reykjavík og þremur grunnskólum á landsbyggðinni. Börnunum var skipt niður á þrjú aldursbil, 6;0–6;5 ára, 7;10–8;4 ára og 9;6–9;11 ára. Til þess að uppfylla skilyrði um þátttöku máttu börnin í úrtakinu ekki hafa greinst með þroskaraskanir og þurftu að vera eintyngd og eiga íslensku að móðurmáli. Foreldrar voru beðnir um að svara spurningalista um ýmsar bakgrunnsbreytur og málnotkun barna sinna. Tölfræðiforritið R var notað við úrvinnslu gagna. Undirprófið Skilningur/tjáning: Mál- og hljóðkerfisvitund skiptist í fjóra hluta og er hver hluti metinn sérstaklega. Skráningarlistinn um félagslega málnotkun innihélt tvo hluta og miðuðust útreikningar við skráningarlistann í heild sinni, sem og fyrir hvorn hluta fyrir sig. Reiknuð voru meðaltöl og staðalvillur fyrir undirprófin og MÍSL-G í heild. Atriðum undirprófanna var þyngdarraðað og áreiðanleikagreining gerð ásamt því að fylgni prófatriða við undirpróf var könnuð. Fylgni var einnig skoðuð á milli allra undirprófa og að lokum var heildarskor undirprófa skoðað eftir aldri og kyni.
    Niðurstöður: Marktækur munur var á meðaltölum milli yngsta aldurshópsins og miðhópsins á undirprófinu Tjáning: Flokkun orða og á öllum hlutum undirprófsins um Mál- og hljóðkerfisvitund. Hins vegar mældist aðeins marktækur munur á milli miðhópsins og eldri hópsins á tveimur hlutum undirprófsins um Mál- og hljóðkerfisvitund, þ.e. á þeim hlutum sem meta orðhlutaeyðingu og hljóðeyðingu. Ekki reyndist marktækur munur á milli miðhóps og elsta hóps á undirprófunum Flokkun orða né heldur á þeim hlutum Mál- og hljóðkerfisvitundar sem meta samsett orð og greiningu hljóða. Ekki var marktækur munur á meðtölum milli aldurshópa á skráningarlista um félagslega málnotkun. Marktæk fylgni var á milli allra undirprófa MÍSL-G, fyrir utan listann sem metur málnotkun, en hann hafði veika jákvæða fylgni aðeins við undirprófin Flokkun orða og þá hluta Mál- og hljóðkerfisvitundar sem meta samsett orð og hljóðeyðingu. Enn fremur reyndist vera veik en marktæk fylgni milli málnotkunarlistans og undirprófanna Skilningur: Orð og Tjáning: Orð. Ekki mældist marktækur munur á milli kynja í neinu undirprófi málþroskaprófsins né í prófinu í heild.
    Umræður: Niðurstöður virðast benda til þess að prófatriði undirprófanna Tjáning: Flokkun orða og Skilningur/tjáning: Mál- og hljóðkerfisvitund séu nægilega aðgreinandi á milli tveggja yngri aldurshópanna. Hins vegar þarf að endurskoða atriði undirprófins Tjáning: Flokkun orða og tveggja hluta undirprófsins um Mál- og hljóðkerfisvitund (samsett orð og greining hljóða) fyrir tvö eldri aldursbilin. Með því að bæta við þyngri atriðum eru líkur á að þessi tilteknu undirpróf nái að mæla viðunandi aldursbundna stígandi frá yngsta til elsta aldurshóps. Ómarktæk eða veik marktæk fylgni við skráningarlistann um félagslega málnotkun þvert á öll undirpróf MÍSL-G gæti hugsanlega stafað af því að listinn prófar í raun aðra þætti málþroskans en önnur undirpróf MÍSL-G.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: In Iceland, assessment tools to examine the language skills of primary school-aged children are scarce. Currently available tests have either been translated and adapted from other languages and cultural groups or are focused on only specific aspects of children’s language skills. The aim of this research was to pilot a new language developmental test, Málfærni íslenskumælandi grunnskólabarna (MÍSL-G) for Icelandic-speaking children aged 6–10 years. In this study, three of the 11 subtests of the MÍSL-G were examined, Word Categorisation, Metalinguistic and Phonological Awareness, and a parent questionnaire about children’s language use. The psychometric properties of these subtests were examined to further develop the test and prepare for the future standardization.
    Method: The MÍSL-G was administrated to 106 children in two schools in the capital Reykjavík, one school in Western Iceland and two schools in Northern Iceland. The children were aged 6;0–6;5 years, 7;10–8;4 years, and 9;6–9;11 years. Parents reported that the children were all monolinguals and without any developmental disorders or hearing loss. Parents completed questionnaire about their children’s language use. The four parts within the subtest Metalinguistic and Phonological Awareness were analysed separately. The Language Use questionnaire contained two parts, with statistical calculations based on the list as whole as well as each part separately. Means and standard errors were obtained for each subtest and the full MÍSL-G. Statistical analysis included internal consistency reliability of subtest items, item by item analysis, and correlation coefficients between subtests. Finally, mixed effects logistic regression was used to examine the degree to which age and gender explained variability in subtest scores.
    Results: A significant mean difference was found between the youngest and middle age group on the Word Categorisation subtest and on all four parts of the Metalinguistic and Phonological Awareness subtest. A significant difference was only found between the means of the middle and oldest age group on two parts of the Metalinguistic and Phonological Awareness subtest (word segmentation and sound deletion). There was no significant difference between the middle and oldest group in the Word Categorisation subtest, nor on other parts of Metalinguistic and Phonological Awareness subtest (word blending, sound segmentation). No significant mean difference between age groups was found on the language use questionnaire. Significant correlations were found between all subtests of MÍSL-G except for the Language Use questionnaire, but weak significant correlations were found between the questionnaire, the Word Categorisation subtest, and parts of the Metalinguistic and Phonological Awareness subtest (word blending and sound deletion). No significant difference was found for gender in any subtest in the test as a whole.
    Discussion: Test items in the Word Categorisation and Metalinguistic and Phonological Awareness subtests sufficiently discriminate between the two younger age groups. However, for the older groups re-evaluation of items in the Word Categorisation subtest and two parts of the Metalinguistic and Phonological Awareness subtest (word blending and sound segmentation) in needed. Adding more difficult items to these subtests may improve their ability to measure changes from the youngest to the oldest group. The non-significant and weak, significant correlations between the Language Use questionnaire and all MÍSL-G subtests could be due to the fact that the questionnaire assesses different aspects of linguistic ability (i.e., use) than other subtests of MÍSL-G (i.e., form and content).

Samþykkt: 
  • 15.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47061


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MÍSL-G meistararitgerð_Eva_Berglind_Omarsdottir.pdf2,46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing um lokaverkefni.pdf1,62 MBLokaðurYfirlýsingPDF