en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/47065

Title: 
  • Title is in Icelandic Göngum í takt. Samband stjórnunarstíla og samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja
Degree: 
  • Bachelor's
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Umræða um vistkerfi jarðar hefur farið vaxandi á síðustu áratugum og ekki að ástæðulausu. Mannkynið hefur gengið á auðlindir jarðar með óhóflegum hætti þannig að þær ná ekki að endurnýja sig. Þessi ósjálfbæra nýting auðlinda hefur valdið miklum og hröðum breytingum í vistkerfi okkar. Hlýnun jarðar, loftslagsbreytingar, hamlausar náttúruhamfarir og súrnun hafsins eru dæmi um þessar umhverfisbreytingar sem mannkynið þarf að takast á við með hröðum og röksömum hætti ef jörðin á að vera líffvænleg fyrir komandi kynslóðir. Umræðan um samfélagslega ábyrgð er því áberandi á síðustu árum en takmarkast ekki eingöngu um ábyrgð einstaklingsins eða yfirvalda, heldur ekki síður um þá ábyrgð sem fyrirtæki þurfa að axla til að valda ekki skaða á umhverfið eða samfélagið með starfsemi sinni. Aukin meðvitund og vaxandi kröfur neytenda valda því að æ fleiri fyrirtæki marka sér stefnu í samfélagslegri ábyrgð. Til að innleiðing samfélagslegrar ábyrgðar gangi sem best fyrir sig þarf að vera raunverulegur vilji fyrir innleiðingunni og um leið að hæfir stjórnendur leiði verkefnið. Það leiðir hugann að ólíkum leiðtogum og mismunandi stjórnarstílum þeirra. Er ákveðinn stjórnunarstíll sem hentar betur en annar við innleiðingu samfélagslegrar ábyrgðar í fyrirtækjum? Ritgerð þessi fjallar um mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar hjá fyrirtækjum. Hún greinir frá mismunandi stjórnunarstílum með hliðsjón að innleiðingu samfélagslegrar ábyrgðar og leitast við að svara rannsóknarspurningunni; skipta mismunandi stjórnunarstílar máli við innleiðingu samfélagslegrar ábyrgðar hjá fyrirtækjum? Aflaðar voru ritrýndar heimildir til þess að skoða þýðingu á samfélagslegri ábyrgð og hvernig hún kemur fyrirtækjum við, hvernig tækifæri eru fólgin í innleiðingu hennar fyrir fyrirtæki og mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar fyrir samfélga og umhverfi. Rýnt verður í stjórnunarstíla og leiðtoga, hvernig einkenni og eiginleika þeir búa yfir. Umfjöllun ritgerðarinnar skoðar hvaða stjórnunarstílar henti vel fyrir fyrirtæki þegar kemur að innleiðingu samfélagslegrar ábyrgðar.Í greiningu á rannsóknum og könnunum voru skoðuð tengsl leiðtoga við siðferði og hvernig áhrif siðferðislegur leiðtogi hefur á samfélagslega ábyrgð. Rannsóknin sýndi fram á mikilvægi samfélagslegra ábyrgðar hjá fyrirtækjum fyrir umhverfið og samfélagið en einnig að fyrirtækin sjá sér mikinn hag í innleiðingu samfélagslegrar ábyrgðar. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja getur gefið þeim skýran ávinning í samkeppnisforskoti, bætir ímynd og ásjónu fyrirtækisins, eykur starfsánægju starsmanna, laðar að sér fjárfesta sem og hæfari starfskrafta og bætir það umhverfi og samfélag sem það starfar í . Fyrirtækin þurfa einnig að svara auknum kröfum neytenda um samfélagslega ábyrgð. Mikilvægt er að innleiðing samfélagslegrar ábyrgðar gangi vel fyrir sig og getur stjórnunarstíll haft mikið um það að segja. Stjórnunarstílar sem hvetja til þátttöku, hafa jákvæð áhrif á samheldni og sveigjanleika, sýna starfmönnum stuðning og samkennd eru í dag taldir líklegri til árangurs en ólýðræðislegri stjórnunarstílar þar sem boðin koma að ofan og þátttaka starfsmanna í ákvörðunum er lítil sem engin. Árangur siðferðislegs stjórnanda hefur lítið verið rannsakaður en það er margt sammerkt með siðferðislegum stjórnanda og samfélagslegri ábyrgð þar sem báðir þættir þurfa að takast á ýmsar siðferðislegar spurningar. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á siðferðislegri stjórnun í samfélagslegri ábyrgð benda til jákvæðrar niðurstaða en fleiri rannsóknir þarf til.

Accepted: 
  • May 15, 2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47065


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokaritgerð jjþ.pdf360.91 kBOpenComplete TextPDFView/Open
6D5D4D33-EE2A-4ACC-A261-DDE6D246C366.jpeg3.17 MBLockedDeclaration of AccessJPG