is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/47067

Titill: 
 • Tengsl fjöllyfjameðferðar við vitræna getu og heilabilun á meðal eldri einstaklinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Rannsóknir benda til þess að fjöllyfjameðferð (5-9 lyf) og ofurfjöllyfjameðferð (≥10 lyf) sé að aukast á meðal eldri einstaklinga. Rannsóknum um tengsl fjöllyfjameðferðar og aukinnar áhættu á vægri vitrænni skerðingu eða heilabilun ber ekki saman.
  Markmið: Að kanna hvort tengsl séu á milli fjöllyfjameðferðar og vægrar vitrænnar skerðingar eða heilabilunar á meðal eldri einstaklinga (>65 ára) í sjálfstæðri búsetu.
  Aðferðir: Að hluta til þversniðsrannsókn og að hluta til langsniðsrannsókn. Skoðað var hvort tengsl væru á milli fjöllyfjameðferðar (5-9 lyf) og ofurfjöllyfjameðferðar (≥10 lyf) og vægrar vitrænnar skerðingar eða heilabilunar. Tölfræðiúrvinnsla var gerð með SPSS forritinu. Notast var við tvíkosta aðhvarfsgreiningu, þar sem leiðrétt var fyrir viðeigandi truflandi þáttum, til að meta gagnlíkindahlutfall. Gögn voru fengin úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (AGES-Reykjavík study).
  Niðurstöður: Þátttakendur voru 5764. Meðalaldur þeirra sem tóku 0-4 lyf var 76,3 ár, N=3418 (59,3%), 5-9 lyf var 77,7 ár, N=1975 (34,3% ) og ≥10 lyf var 80,1 ár, N=371 (6,46%). Í fullleiðréttu módeli höfðu einstaklingar sem tóku ≥10 lyf 52% auknar líkur á vægri vitrænni skerðingu (OR: 1,52, p: 0,027) og tvöfalt meiri líkur á heilabilun (OR: 2,1, p: <0,001). Einstaklingar sem tóku 5-9 lyf höfðu 42% auknar líkur á heilabilun (OR: 1,42, p: 0,009) en ekki fengust marktækar niðurstöður fyrir væga vitræna skerðingu. Í langsniðshlutanum voru einstaklingar með væga vitræna skerðingu áttfalt líklegri til þess að fá heilabilun (OR: 8,33, p: 0,018) þegar þeir tóku ≥10 lyf.
  Ályktanir: Fjöllyfjameðferð og ofurfjöllyfjameðferð virðast tengjast auknum líkum á vægri vitrænni skerðingu eða heilabilun á meðal eldri einstaklinga en frekari rannsókna er þörf til að staðfesta hvort um orsakasamband er að ræða.

Samþykkt: 
 • 15.5.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/47067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karen_lokaritgerð_BS.pdf1.64 MBLokaður til...30.12.2026HeildartextiPDF
Yfirlýsing_skemman.pdf206.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF