is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/47068

Titill: 
 • Sjálfsmyndin í speglasal samfélagsmiðla: Tengsl lúxustísku og sjálfbærrar tísku við sjálfsmynd einstaklinga og sjálfsframsetning þeirra á samfélagsmiðlum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Það er mannlegt að vilja að aðrir sjái mann í réttu ljósi, jafnvel því ljósi sem talið er ákjósanlegast. Til þess að draga fram þá mynd af sjálfum sér sem einstaklingi þóknast best notar hann ýmsar leiðir, meðal annars með því að birta ákveðna mynd af sjálfum sér í gegnum neyslu sína. Sjálfbær tískuframleiðsla nýtur æ meiri vinsælda á sama tíma og umræðan um slæm umhverfisáhrif skynditísku verður háværari. Neytendur álíta sig almennt umhverfisvæna og skynsama en breyta kannski ekki í takti við þá sjálfsmynd sína þegar á hólminn er komið. Lúxustíska nýtur sömuleiðis vinsælda og hægt er að greina mikinn samhljóm með þessum tveimur tískunálgunum, jafnt í framleiðslu og í neyslu neytenda.
  Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort það væri munur á því hvernig þeir einstaklingar sem kaupa sjálfbæra tísku og þeir sem kaupa lúxustísku tengja þessar stefnur við sjálfið sitt og hvort það væri munur á sjálfsframsetningu á samfélagsmiðlum þessara hópa. Settur var saman spurningalisti úr tveimur fyrirliggjandi listum. Einum sem laut að tengslum sjálfsmyndar við samfélagsmiðla og öðrum sem laut að tengslum sjálfsmyndar við lúxustísku annars vegar og sjálfbæra tísku hins vegar. Bárust 334 svör við spurningalistanum.
  Niðurstöður sýndu að tengsl sjálfbærrar tísku við sjálfsmynd einstaklinga eru sterkari en tengsl lúxustísku við sjálfsmynd þeirra. Hins vegar eru tengsl lúxustísku og sjálfsframsetningar á samfélagsmiðlum sterkari en tengsl sjálfbærrar tísku og sjálfsframsetningar á samfélagsmiðlum. Þær niðurstöður rýma við kenningar um auðkennandi neyslu og hugmyndir okkar um veraldarhyggju einstaklinga.
  Í rannsókninni er sjónum beint að samspili sjálfsmyndar, samfélagsmiðla og muninum á þessum tveimur tískunálgunum í þeim dansi. Í eldri rannsóknum hefur iðulega verið fjallað um tengsl samfélagsmiðla og sjálfsframsetningar og jafnvel samspil þess og þeirra tveggja tískunálgana sem hér eru skoðaðar. Rannsakandi veit hinsvegar ekki til þess að samspil allra þessara þátta hafi fyrr verið skoðað. Rannsóknin gæti því mögulega veitt markaðsfólki og aðilum tengdum fataiðnaðinum frekari innsýn í þeirra markhóp.

Samþykkt: 
 • 15.5.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/47068


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gígja - lokaskjal .pdf633.32 kBLokaður til...15.06.2024HeildartextiPDF
scan - Skemman.pdf539.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF