is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/47070

Titill: 
 • Sjálfbært heilsusamlegt mataræði á Íslandi: Aðferðir til innleiðingar með áherslu á vinnustaði.  
 • Titill er á ensku Promoting Sustainable Healthy Diets in Iceland: Methods of Adoption with a Focus on Workplaces
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Á heimsvísu er brýn þörf á að færa mataræði í heilsusamlegri og sjálfbærri átt. Núverandi opinberar næringarráðleggingar og eiga mikið sameiginlegt með nýlegum skilgreiningum á sjálfbæru heilsusamlegu mataræði. Nýlega hafa stofnanir eins og Norræna ráðherranefndin gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að uppfæra og samþætta umhverfisáhrif í nýjustu útgáfu næringarráðlegginganna sem gefnar voru út árið 2023.
  Markmið: Þessi rannsókn hefur það markmið að meta hvernig hnipp og fræðsluherferðir á vinnustöðum hafa áhrif á upplifun einstaklinga á mataræði sínu og áhuga þeirra á að tileinka sér sjálfbært heilsusamlegt mataræði.
  Aðferðir: Gerð var könnun meðal starfsmanna tveggja vinnustaða. Í öðrum vinnustaðnum voru innleidd fræðsluherferð og hnipp, en hinn vinnustaðurinn þjónaði sem viðmið. Árangur rannsóknarinnar var metinn með spurningalistum í báðum vinnustöðum, fyrir og eftir inngripin hjá íhlutunar vinnustaðnum. Alls luku 60 einstaklingar fyrstu könnuninni og 57 seinni, sem tryggði 117 svör í heildina.
  Niðurstöður: Niðurstöðurnar benda til þess að hnippin og fræðsluherferðin, eins og þau voru framkvæmd, höfðu ekki mikil áhrif á viðhorf þátttakenda á mataræði sínu eða áhuga þeirra á að gera breytingar á því. Þó svo að 63-84% þáttakenda hafi metið mataræði sitt jákvætt hvað heilsu varðar, var sjálfbærnimatið áberandi lægra. Varðandi áhuga þátttakenda á að bæta mataræði sitt af heilsufarsástæðum, voru 46% þeirra á aðgerðastigi, þ.e.a.s. sögðust hafa byrjað að tileinka heilsusamlegt mataræði annað slagið, þessi áhugi sást ekki þegar kom að sjálfbærninni. Á heildina litið var takmarkaður áhugi meðal þátttakenda fyrir því að innleiða sérstakar breytingar á mataræði sínu í samræmi við Norrænu Næringarráðleggingarnar frá 2023, þar sem meirihluti einstaklinga voru á for-íhugunarstigi, þ.e.a.s. sýndu engan áhuga á að breyta mataræði sínu í náinni framtíð. Þrátt fyrir þetta gáfu 72% svarenda á íhlutunar-vinnustaðnum til kynna að þeir veittu að minnsta kosti einu af inngripunum athygli og 24% sögðu að eitthvert inngripana hefði haft jákvæð áhrif á mataræði þeirra.
  Ályktun: Rannsóknin undirstrikar þörfina fyrir þróun á skilvirkari inngripum á vinnustöðum til að auðvelda umskipti almennings yfir í sjálfbært heilsusamlegt mataræði. Þó að núgildandi ráðleggingar um mataræði séu almennt í samræmi við meginviðmið um sjálfbærni og heilsu, virðist sem það sé skortur á fullnægjandi upplýsingum um hvað teljist sjálfbært mataræði, eða að þátttakendur noti ekki innlendar ráðleggingar um mataræði og næringu sem vísbendingu um helsusamlegt mataræði. Þannig gæti það reynst mikilvægt að leggja áherslu á samræmi á milli sjálfbærs og heilsusamlegs mataræðis, þar sem þáttakendur sýndu meiri móttækileika fyrir breytingum á mataræði sem orsakast af heilsufarsástæðum. Mikilvægt er að finna leiðir til að auðvelda almenningi að tileinka sér jákvæðar umbreytingar á mataræði sem hluta af sjálfbæru og vel nærðu samfélagi.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Globally, there is an urgent need to shift diets in a healthy and sustainable direction. There is a strong overlap between current official Food Based Dietary Guidelines, based on health aspects, and more recent definitions of sustainable healthy diets. Recently, institutions like the Nordic Council of Ministers have taken the necessary steps to integrate environmental impacts into the recent Nordic Nutrition Recommendations, which were published in 2023.
  Aims: This research aimed to evaluate how nudging practices and an education campaign in the workplace influence individual dietary perceptions and interest in adopting sustainable healthy diets.
  Methods: A survey was conducted among employees from two workplaces. In one of these workplaces, some nudging practices and an education campaign were implemented, while the other workplace served as control. A before and after survey served as the main indicator of the intervention’s effectiveness. In total, 60 responders completed the first survey, and 57 the second, providing 117 responses.
  Results: The results suggest that the nudging practices and educational campaigns as implemented did not effectively influence participants' perceptions of their diets or their interest in making dietary changes. While 63-84% of responders rated their diets positively in terms of health, sustainability scores were notably lower. There was some indication of interest in improving diets for health reasons, with 46% of participants in the action stage, i.e., reporting to have started doing so some of the time, the same level of interest was not observed for sustainability reasons. Overall, there was limited enthusiasm among participants for implementing specific dietary changes aligned with the 2023 Nordic Nutrition Recommendations, with most individuals in the pre-contemplation stage, showing no interest in making a change in the near future. Despite this, 72% of the responders at the test workplace indicated that they did pay attention to at least one of the interventions, 24% reporting that an intervention had a positive impact on their diet.
  Conclusion: The study underscores the necessity for more effective workplace interventions to facilitate a societal transition to sustainable healthy diets. While current dietary guidelines generally align with the principles of sustainability and health, it appears that there may be a lack of sufficient information regarding what constitutes a sustainable diet, or responders may not be utilizing national dietary guidelines as an indicator of healthy diets. Thus, emphasizing the overlap between sustainable and healthy diets could prove instrumental, as individuals demonstrated greater receptiveness to dietary changes motivated by health concerns. Finding ways to facilitate a transition to sustainable healthy diets will be instrumental in promoting a positive dietary transition as part of a sustainable and well-nourished society.

Samþykkt: 
 • 16.5.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/47070


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katla Þöll Þórleifsdóttir Master thesis 2024 lokaskil.pdf26.77 MBLokaður til...15.05.2027HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf Katla Þöll Þórleifsdóttir.pdf273.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF