is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47082

Titill: 
  • Titill er á ensku Upper Gastrointestinal Bleeding at The National University Hospital of Iceland 2019-2023
  • Efri meltingarvegsblæðingar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi 2019-2023
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Efri meltingarvegsblæðingar (EMVB) eru algeng orsök komu á bráðamóttöku og geta leitt til dauða.
    Markmið: Athuga nýgengi bráðra EMVB sem leiða til komu á bráðamóttöku og horfur sjúklinganna.
    Efni og aðferðir: Afturskyggn þýðisbundin rannsókn sem náði til þeirra sem komu á bráðamóttöku Landspítalans með grun um EMVB 2019-2023. Gagna var aflað um einkenni, speglunarniðurstöður, blóðgjafir, aðrar sjúkdómsgreiningar og lyfjanotkun. Cox og Kaplan-Meier voru notuð til að reikna lifun og kí-kvaðrat próf og ANOVA til að ákvarða mun milli hópa.
    Niðurstöður: Meðalnýgengi EMVB var 66,4/100.000 á ári á 5-ára tímabilinu. Alls voru 886 komur á bráðamóttöku með grun um EMVB eftir fyrstu uppvinnslu, af þeim voru 87,2% (n=773) með lokagreiningu EMVB. Af einstaklingum sem voru grunaðir um EMVB (n=886) voru 54,1% (n=479) 60 ára eða eldri og 63,1% (n=559) karlar. Af þeim sem grunaðir voru um EMVB voru 60,2% (n=533) lagðir inn og af þeim 12,4% (n=66) á gjörgæslu. Speglun var framkvæmd á 77,5% (n=687) þeirra sem komu, þar af var inngrip framkvæmt hjá 28,7% (n=197). Þrjátíu daga dánartíðni af öllum orsökum var 3,1%. Þegar COVID-19 barst til Íslands árið 2020 voru færri komur á bráðamóttöku með grun um EMVB en hin árin. Ekki var marktækur munur á útkomum þegar bornir voru saman mars og apríl 2019 við sömu mánuði 2020.
    Ályktun: Nýgengi EMVB 2019-2023 var sambærilegt við nýgengi á heimsvísu. Þrjátíu daga dánartíðni var lág miðað við erlendar rannsóknir.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Upper gastrointestinal bleeding (UGIB) is a common cause of emergency department visit and can lead to death.
    Aims: Estimate the incidence of acute UGIB that leads to presentation at the emergency department and evaluate prognosis of patients.
    Methods: A retrospective population-based study on emergency department visits with suspected UGIB in 2019-2023. Data were collected on symptoms, endoscopy results, blood transfusions, comorbidities, and drugs. Cox analysis and Kaplan-Meier were performed to calculate survival and Chi-squared tests and ANOVA used to determine differences between groups.
    Results: The mean incidence of UGIB cases was 66.4/100,000 per year over the 5-year period. There were 886 emergency department visits with suspected UGIB after first evaluation, of whom 87.2% (n=773) had a final diagnosis of UGIB. Of those suspected to have UGIB (n=886), 54.1% (n=479) were 60 years or older and 63.1% (n=559) were male. Of those suspected to have UGIB, 60.2% (n=533) were admitted, of whom 12.4% (n=66) were admitted to the intensive care unit. Endoscopy was performed on 77.5% (n=687) and during endoscopy, 28.7% (n=197) needed intervention. The thirty-day all-cause mortality rate was 3.1%. In 2020, the year COVID-19 reached Iceland, fewer visits with suspected UGIB occurred compared to other years. No significant difference in outcomes was observed between March and April 2019 and the same months in 2020.
    Conclusion: UGIB incidence in Iceland in 2019-2023 was comparable to worldwide incidence. The thirty-day mortality was low compared to international studies.

Samþykkt: 
  • 16.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47082


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSRitgerdVigdis.pdf2,13 MBLokaður til...16.05.2029HeildartextiPDF
Yfirlysing.pdf2,82 MBLokaðurYfirlýsingPDF