is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47083

Titill: 
  • Titill er á ensku Methods of bone marrow sampling in plasma cell disorders: The utility and complementarity of bone marrow smears and biopsies
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur:
    Beinmergssýnataka er lykilrannsókn greiningar og stigunar plasmafrumusjúkdóma, einkum forstiga mergæxlis, góðkynja einstofna mótefni (MGUS) og mallandi mergæxlis (SMM), og mögulegrar snemmbúinnar meðferðar. Beinmergssýni er hægt að taka sem strok eða vefjasýni, en ekki er ljóst hvor aðferðin er betri eða hvernig er best að nota þær saman.
    Markmið
    Að kanna muninn á greiningarhæfni og niðurstöðum plasmafrumutalningar í strokum og vefjasýnum frá beinmerg.
    Aðferðir: Blóðskimun til bjargar er lýðgrunduð skimunarrannsókn með u.þ.b. 2600 einstaklingum með forstig mergæxlis í eftirfylgd þ.m.t. með beinmergssýnum þar sem samtímis er tekið strok og vefjasýni. Kannað var hve oft strok eða vefjasýni voru ónothæf og hvort samræmi var á niðurstöðum þegar bæði voru nothæf, bæði hvað varðar tölulegt gildi en einnig greiningarmörk mallandi og virks mergæxlis (10% og 60%). Næst var könnuð fylgni þessara tveggja aðferða við lífmerki plasmafrumusjúkdóma í blóði með línulegri aðhvarfsgreiningu.
    Niðurstöður:
    Alls voru 2769 beinmergssýni. Vefjasýni höfðu umtalsvert lægri tíðni ónothæfra sýna (3%; n=81) samanborið við strok (22%; n=591). Að meðaltali sýndi vefjasýnið hærri plasmafrumuhlutfall en strok (9,25% vs 6,41%; p<0.001) og var líklegra til að sýna plasmafrumuhlutfall yfir greiningarmörkum mallandi mergæxlis (23,9% vs 13,2%; p<0.001). Plasmafrumuhlutfall fengið með báðum aðferðum hafði nokkra fylgni við paraprótein (r=0,42; r=0,37 fyrir vefjasýni og strok) og frítt léttkeðju hlutfall (r=0,29; r=0,16 fyrir vefjasýni og strok).
    Umræður:
    Þótt vefjasýni virðast gefa stöðugri útkomur og sterkari tengsl við aðra sjúkdómsþætti, er nauðsynlegt að nota báðar aðferðir og rannsaka þær frekar til að skilja áhrif þeirra á sjúkdómsþróun.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Bone marrow sampling is a key investigation for the diagnosis and staging of plasma cell disorders, particularly precursors of Multiple myeloma, Monoclonal Gammopathy of Undetermined Significance (MGUS), and Smoldering Multiple Myeloma (SMM). Bone marrow samples can be collected as either smears or biopsies, but it is unclear which method is better or how best to use them in combination.
    Objective: To explore the differences in diagnostic capability and results of plasma cell counting in smears and biopsy samples from bone marrow.
    Methods: Iceland screens, treats, or prevents multiple myeloma (iStopMM) is a population-based screening study with approximately 2,600 individuals with MGUS under follow-up, including bone marrow samples where both smears and biopsies are simultaneously taken. The study examined how often smears or biopsy samples were useable and whether there was consistency in results when both were usable in terms of numerical value and important diagnostic thresholds. Subsequently, the correlation of these two methods with blood biomarkers of plasma cell disorders was investigated using linear regression analysis.
    Results: A total of 2769 bone marrow samples were included in the study. Biopsy samples had a significantly lower frequency of unusable samples (3%; n=81) than smears (22%; n=591). On average, biopsy samples showed a higher percentage of plasma cells than smears (9.25% vs. 6.41%; p<0.001) and were more likely to show plasma cell percentages above diagnostic thresholds for SMM (23.9% vs. 13.2%; p<0.001). Plasma cell percentage obtained with both methods showed some correlation with paraprotein (r=0.42; r=0.37 for biopsy and smear, respectively) and FLC-ratio (r=0.29; r=0.16 for biopsy and smear, respectively).
    Discussion: Although biopsy samples appear to provide more stable outcomes and stronger correlations with other disease factors, both methods must be used and further investigated to understand their impact on disease progression.

Samþykkt: 
  • 16.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47083


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa Bragi Aðalsteinsson_160524.pdf1.08 MBLokaður til...01.06.2025HeildartextiPDF
ba_skemman_yfirlysing.pdf98.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF