en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/47097

Title: 
  • Title is in Icelandic Meðganga og fæðing í kjölfar andvanafæðingar
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Inngangur og markmið: Andvanafæðing er fæðing barns sem dó fyrir eða í fæðingu eftir 22 vikna meðgöngu. Tíðni andvanafæðinga hefur lækkað á Íslandi en áhrif þeirra eru enn mikil. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hve stór hluti kvenna sem fæddu andvana barn á tímabilinu 1997-2016 gengu aftur með barn, tímalengdina á milli fæðinganna og áhrif aldurs, sambúðarstöðu og bæri á framangreint. Jafnframt var skoðað hvernig næstu meðgöngur og fæðingar gengu ásamt því að kanna heilsu nýburanna.
    Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og voru allar konur sem eignuðust andvana börn á árunum 1997-2016 í rannsóknarþýðinu. Athugað var hvort þær höfðu fætt barn í kjölfar andvanafæðingarinnar fram til ársins 2021. Gögn voru fengin frá Fæðingaskrá og breytur ýmist færðar beint úr Fæðingaskrá eða útbúnar úr þeim breytum.
    Niðurstöður: Um 70% kvenna sem fæddu andvana barn á rannsóknartímanum eignuðust lifandi barn í kjölfarið og að meðaltali liðu 2,2 ár á milli fæðinganna. Aldur mæðra við andvanafæðinguna hafði marktæk áhrif á hvort þær eignuðust annað barn í kjölfarið og á tímalengd á milli fæðinganna en ekki sambúðarstaða eða bæri. Meðaltal forskoðana var 13,1 á næstu meðgöngu og um þriðjungur kvennanna höfðu einhverja sjúkdómsgreiningu. Hlutfall fyrirburafæðinga var 19,0%. Fæðingin var framkölluð hjá rúmlega helmingi kvennanna (55,9%). Alls fæddu 28,4% með keisaraskurði, þar af 12,9% með valkeisaraskurði og 15,2% með bráðakeisaraskurði. Langflestar konur (82,9%) fæddu á Landspítalanum. Meðalfæðingarþyngd nýburanna var 3.259g og 96,8% þeirra fengu Apgar stig 7 eða meira við 5 mínútna aldur. Alls fengu 2,4% nýburanna greininguna vot lungu og 0,9% greininguna asphyxiu.
    Umræður: Hærra hlutfall kvenna fæddu barn í kjölfar andvanafæðingar en í erlendum rannsóknum en tímalengdin á milli fæðinganna var svipuð. Sjúkdómsgreiningar voru algengari en í almennu þýði og meðaltal forskoðana fleiri en almennar ráðleggingar segja til um. Marktæk fylgni fannst á milli þess að fæða í kjölfar andvanafæðingar og vals á fæðingarstað en fleiri fæddu á Landspítalanum, Sjúkrahúsinu á Akureyri eða Heilbrigðisstofnun Akranesi. Tíðni fyrirburafæðinga, framkallana og keisaraskurða var marktækt hærri en hjá öðrum fjölbyrjum, en ekki tíðni áhaldafæðinga. Meðalþyngd nýburanna var lægri en meðalþyngd nýbura á Íslandi almennt og marktækt fleiri nýburar höfðu Apgar stig undir 7.

Accepted: 
  • May 17, 2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47097


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Meðganga og fæðing í kjölfar andvanafæðingar.pdf1,06 MBLocked Until...2026/05/16Complete TextPDF
Yfirlýsing.pdf366,45 kBLockedDeclaration of AccessPDF