Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47098
Inngangur: Alzheimer sjúkdómur er framsækinn taugahrörnunarsjúkdómur. Birtingarmynd hans getur verið mismunandi en algengust er minnisskerðing. Alzheimer sjúkdómur getur verið snemmkominn ef einkenni koma fram fyrir 65 ára aldur eða síðkominn ef einkenni koma fram við 65 ára aldur eða síðar. Í snemmkomnum Alzheimer sjúkdómi ber hlutfallslega oftar á einkennum sem eru ekki tengd minni en í síðkomnum sjúkdómi.
Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að kanna tíðni snemmkomins Alzheimer sjúkdóms ásamt því að bera saman svipgerð og birtingarmynd við síðkominn Alzheimer sjúkdóm.
Aðferðir: Kallað var eftir kennitölum allra einstaklinga með sjúkdómsgreiningarnar snemmkominn og síðkominn AD eftir ICD-10 kóðum ásamt stigunargreiningunum væg vitræn skerðing eð a heilabilun. Notast var við lýsandi tölfræði og var úrvinnsla framkvæmd í Excel® og SPSS®.
Niðurstöður: Rannsóknarþýðið samanstóð af 101 einstaklingi, 22 einstaklingar (21,8%) voru greindir með snemmkominn AD og 79 einstaklingar (78,2%) flokkuðust með síðkominn. Í snemmkomna hópnum voru 10 einstaklingar (45,5%) sem með væga vitræna skerðingu en 12 (54,5%) á stigi heilabilunar. Í síðkomna hópnum voru 51 (64,6%) með væga vitræna skerðingu og 28 (35,4%) komnir á stig heilabilunar. Þeir með snemmkominn sjúkdóm fóru hlutfallslega oftar í taugasálfræðilegt mat og mænuvökvatöku. Tíðni snemmkomins sjúkdóms var 20,5% þegar tekið er tillits til þeirra sem töldust vera með skráningarvanda.
Umræður: Töluverð vanskráning reyndist vera á sjúkdómsgreiningum á minnismóttöku Landspítala og því rannsóknarþýðið mun minna en reiknað var með. Mun hærra hlutfall einstaklinga með snemmkominn sjúkdóm voru komnir á stig heilabilunar við greiningu en í síðkomna hópnum sem getur bent til ágengari sjúkdómsframvindu í snemmkomnum AD. Yngri hópurinn gekk í gegnum ítarlegra greiningarferli, þar helst taugasálfræðilegt mat og mænuvökvataka. Tíðni snemmkomins AD var hærri en í öðrum rannsóknum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_RITGERÐ_TRYGGVI_LEO_GUDMUNDSSON.pdf | 1,44 MB | Lokaður til...01.06.2026 | Heildartexti | ||
Skemman_yfirlysing.pdf | 287,66 kB | Lokaður | Yfirlýsing |