is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/471

Titill: 
 • Auðlindaskattur : hver eru áhrif hans á afkomu útgerðarfyrirtækja?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Þetta lokaverkefni fjallar um veiðigjald sem samþykkt var að leggja á íslenskar útgerðir á Alþingi vorið 2002. Gjaldið var lagt á í fyrsta skiptið fiskveiðiárið 2004/2005. Með verkefninu er leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Hver eru áhrif veiðigjalds á afkomu útgerðar ?
  Í verkefninu mun verða gerður greinarmunur á veiðigjaldi, auðlindaskatti og auðlindagjaldi. Óhætt er að segja skilgreiningar þessara hugtaka hafa verið misjafnar og jafnvel ruglingslegar í umræðunni. Komið verður lítillega inn á fiskveiðistjórnunarkerfi og fiskihagfræði.
  Við vinnslu verkefnisins voru gerðir útreikningar um áhrif veiðigjalds og tekið dæmi um útgerðir. Nokkur fyrirtæki voru tekin fyrir og ársreikningar þeirra skoðaðir með tilliti til þess hversu hátt hlutfall veiðigjald sé af hagnaði þeirra. Notuð voru gögn frá Fiskistofu, ríkisskattstjóra og Hagstofu Íslands. Það kom meðal annars í ljós að veiðigjaldið hefur hlutfallslega meiri áhrif á smærri útgerðaraðila heldur en stærri aðila. Einnig kom fram að væri veiðigjald reiknað beint af hagnaði útgerðaraðila þá myndu þeir í flestum tilfellum greiða hærri upphæð heldur en þeir gera núna samkvæmt Fiskistofu.
  Lykilorð
  Auðlindagjald, veiðigjald, fiskihagfræði, auðlindarenta, auðlindaskattur.

Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/471


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
audlindaskattur.pdf533.12 kBOpinnAuðlindaskattur - heildPDFSkoða/Opna