is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47100

Titill: 
 • Áhrif greiningaraðferðar á stigun brjóstakrabbameina og horfur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein meðal kvenna á heimsvísu. TNM stigun hefur áhrif á mat á horfum og val á meðferð brjóstakrabbameinssjúklinga. Skimun fyrir brjóstakrabbameini getur hjálpað við að greina brjóstakrabbamein fyrr í sjúkdómsferli en undanfarin ár hefur þátttaka hér á landi verið undir viðmiðunarmörkum. Markmið verkefnisins var að bera saman TNM stigun við greiningu og horfur milli þeirra sem greindust í brjóstaskimun og þeirra sem greindust vegna einkenna.
  Aðferðir: Rannsóknarþýðið voru allar konur sem greindust með ífarandi brjóstakrabbamein á Íslandi árin 2016-2022. Gögn voru tekin út úr gæðaskráningargrunni Krabbameinsskrár Íslands. Notast var við Kaplan-Meier kúrvur til að bera saman lifun milli greiningarhópa. Kí-kvaðrat próf og fisher próf voru notuð til að reikna marktækni niðurstaða.
  Niðurstöður: Klínískt metin T,N og M stig voru marktækt lægri hjá þeim konum á skimunaraldri sem greindust í skimun en hjá konum sem greindust vegna einkenna (p<0,001). Meinafræðilega metin T og N stig voru marktækt lægri hjá þeim sem greindust í skimun (p<0,001) en munur á M stigi reyndist ekki marktækur. Munur á heildar greiningum fjarmeinvarpa á milli hópanna reyndist marktækur (p<0,01). Ekki var marktækur munur á fjölda meinvarpa innan ákveðinna staðsetninga eða á staðbundnum endurkomum milli hópanna. Heildarlifun skimunargreindra kvenna var marktækt betri en þeirra sem greindust vegna einkenna (p<0,0001).
  Umræður: TNM stigun skimunargreindra kvenna var marktækt lægri en þeirra sem greindust vegna klínískra einkenna. Konur sem greindust vegna klínískra einkenna greindust frekar með fjarmeinvörp. Heildarlifun þeirra sem greindust í skimun var betri en þeirra sem greindust vegna einkenna.

Samþykkt: 
 • 17.5.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/47100


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs-ritgerd-rakel_loka.pdf595.77 kBLokaður til...16.06.2025HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_RakelOS.pdf180.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF