is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47104

Titill: 
  • Tíðni og afdrif snemmkominnar beinmergsbælingar hjá einstaklingum á 5-fluorouracil og capecitabine lyfjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: 5-Fluorouracil (5-FU) og forlyf þess, capecitabine, eru krabbameinslyf af flokki flúorpýrimídinlyfja (FP) og eru þau helst notuð við krabbameinum í meltingarvegi. Þessi lyf þolast almennt vel en þrátt fyrir það fá allt að 30% einstaklinga alvarlegar meðferðartengdar aukaverkanir. Beinmergsbæling er ein helsta aukaverkun FP-lyfja. Markmið rannsóknarinnar voru að kanna tíðni alvarlegrar beinmergsbælingar hjá einstaklingum sem fengu FP- lyfjameðferð, skilgreina þætti sem tengjast auknum líkum á snemmkominni beinmergsbælingu og bera saman afdrif einstaklinga eftir því hvort þeir fengu snemmkomna beinmergsbælingu eða ekki.
    Aðferðir: Rannsóknin innihélt alla þá einstaklinga sem fengu krabbameinslyfjameðferð með 5-FU og capecitabine frá 2015 til 2019. Blóðprufugildum var safnað handvirkt úr sjúkraskrám. Skráð voru niður lægstu gildi innan þriggja mánaða tímabils eftir að FP- lyfjameðferð hófst og þau stiguð eftir skilmerkjum NCI-CTCAE v. 5. Tölfræðiúrvinnsla fór fram í Rstudio.
    Niðurstöður: Lokaþýði rannsóknarinnar samanstóð af 615 einstaklingum, 80,7% fengu capecitabine, en 19,3% 5-FU. Af þeim sem fengu meðferð með capecitabine voru 12,7% sem fengu bælingu af gráðu 3 eða hærra í a.m.k. einni af þeim fimm frumulínum sem voru skoðaðar, innan þriggja mánaða frá upphafi FP-lyfjameðferðar. Af þeim sem voru á 5-FU fengu 28% samsvarandi bælingu. Algengast var að fá bælingu af gráðu 3 eða hærra í daufkyrningum (7,8%) og eitilfrumum (7,7%). Þættir sem tengdust alvarlegri beinmergsbælingu voru kvenkyn og það að fá 5-FU. Gagnlíkindahlutfall (GH) fyrir konur var 1,09 og öryggisbil (ÖB) var [1,03; 1,16]. Fyrir einstaklinga á 5-FU var GH: 1,15 (ÖB: [1,06; 1,24]). Aldur var ekki áhættuþáttur. Alvarleg eitilfrumnafæð tengdist verri lifun eftir leiðréttingu fyrir blöndunarþáttum en hættuhlutfall (HH) var 1,67 og ÖB: [1,06; 2,6].
    Umræða: Tíðni snemmkominnar beinmergsbælingar af völdum FP-lyfja hefur ekki verið skoðuð í íslensku þýði áður, en kvenkyn og 5-FU meðferð juku marktækt líkur á alvarlegri beinmergsbælingu. Mögulega fengu eldri einstaklingar vægari meðferð, sem gæti útskýrt af hverju aldur reyndist ekki ekki áhættuþáttur fyrir alvarlegri beinmergsbælingu.

Samþykkt: 
  • 17.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47104


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð_lagfært.pdf12,88 MBLokaður til...16.05.2027HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf323,77 kBLokaðurYfirlýsingPDF