is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47106

Titill: 
  • Líftæknilyf við alvarlegum astma: Val á meðferð og meðferðarsvörun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Um 300 milljónir einstaklinga eru með astma um heim allan og þar af eru um 10% með alvarlegan astma. Alvarlegur astmi krefst meðferðar með háskammta innöndunarsterum ásamt öðrum lyfjum til dæmis LABA/LAMA og barksterum á töfluformi, en hjá sumum sjúklingum næst ekki nægjanleg einkennastjórn þrátt fyrir slíka meðferð. Á seinustu árum hefur notkun líftæknilyfja við alvarlegum astma aukist sífellt enda oft borið góðan árangur. Þrátt fyrir það eru ekki til ritrýndar útgefnar leiðbeiningar um hvernig og hvaða líftæknilyf á að velja fyrir einstaka sjúklinga. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða þættir ráða vali á líftæknilyfi hjá sjúklingum með alvarlegan astma. Einnig var skoðað hvort grunngildi þátta líkt og bólguþátta eða fjöldi fylgisjúkdóma gætu spáð fyrir um meðferðarsvörun.
    Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn ferilrannsókn og náði til sjúklinga á Íslandi með alvarlegan astma sem hófu meðferð með líftæknilyfi í fyrsta skipti á árunum 2021 og 2022. Upplýsingar um sjúklinga voru fengnar frá lyfjanefnd Landspítala og úr sjúkraskrám á Landspítala. Tölfræðiúrvinnsla unnin í forritinu Rstudio.
    Niðurstöður: Marktækur munur var á rauðkyrningum, bólgusvipgerð, algengi ofnæmishneigðar, ofnæmiskvefs og nefsepa milli lyfjahópa. Flestir sjúklingar svöruðu meðferð klínískt og fjórðungur fór í sjúkdómshlé. Vélindabakflæði hafði jákvæð tengsl við klíníska svörun samanborið við að svara ekki, en ofnæmishneigð var neikvætt tengd því að fara í sjúkdómshlé í viðbót við að svara klínískt.
    Marktæk tengsl voru á milli astma sem einkenndist af týpu 2 (T2)-bólgu og breytingar á prósentu af spágildi FEV1. Jafnfram voru sjúklingar sem ekki virtust svara meðferð með tilliti til lungnastafsemi með marktækt fleiri fylgisjúkdóma en þeir sem svöruðu meðferð.
    Ályktun: Val á líftæknilyfi við alvarlegum astma á Íslandi samræmist fyrri rannsóknum að mörgu leyti, en þörf er á frekari rannsóknum til að skoða meðferðarsvörun og til að geta lagt betra mat á möguleg spágildi fyrir meðferðarsvörun.

Samþykkt: 
  • 17.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47106


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing_KDS.pdf232,25 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Kristin_Dora_Sigurdar_BS_ritgerd_liftaeknilyf.pdf669,4 kBLokaður til...16.05.2026HeildartextiPDF