is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47111

Titill: 
  • Ábendingar fyrir framköllun fæðinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Tíðni framköllunar fæðinga hefur aukist töluvert á síðustu árum hérlendis sem og erlendis og því er mikilvægt að hafa eftirlit með því hvaða læknisfræðilegu ábendingar liggja að baki inngripinu. Meginmarkmið þessarar rannsóknar voru að kanna hvaða ábendingar voru skráðar á beiðnum um framköllun fæðingar, hverjar þeirra voru algengastar og hve stór hluti fæddu sjálfkrafa áður en til gangsetningar kom.
    Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn þversniðsrannsókn sem náði til 12.148 fæðinga á tímabilinu 2016-2018 . Gögn frá beiðnum um framköllun fæðinga voru fengin úr sjúkraskrá og samkeyrð hjá Embætti landlæknis við upplýsingar frá Fæðingarskrá. Úrvinnslan afmarkaðist að mestu við fæðingar þar sem beiðni um framköllun var til staðar (n=3847), óháð því hvort fæðingin hófst síðan með framköllun eða ekki.
    Niðurstöður: Samkvæmt beiðnum um gangsetningu voru 147 mismunandi ábendingar skráðar sem ástæða fyrir framköllun fæðinga. Lengd þungun var algengasta skráða ábendingin og kom fyrir á nær helmingi beiðna. Því næst var meðgöngusykursýki ástæða 14,9% beiðna, háþrýstingur 9,1% og meðgöngueitrun 4,8%. Nærri helmingur þeirra sem áttu beiðni fæddu sjálfkrafa áður en til gangsetningar kom, en það var sérstaklega algengt þegar lengd þungun var ástæða beiðni (61,9%).
    Ályktun: Ástæður fyrir framköllun fæðingar voru margar en lengd þungunar var langalgengasta ábendingin. Nær helmingur þeirra sem áttu beiðni fæddu sjálfkrafa áður en til gangsetningar kom, sem gefur tilefni til að kanna hvort í sumum tilvikum mætti senda beiðnina nær áætluðum gangsetningardegi. Niðurstöður þessarar rannsóknar undirstrika mikilvægi þess að staldra við og skoða hvaða ábendingar fyrir gangsetningu bæta útkomu bæði móður og barns.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: The use of induction of labor (IOL) has increased rapidly in recent years. It is therefore important to monitor the medical indications behind the intervention. The aims of this study were to investigate which indications were documented on the request forms for IOL, which of them were the most common, and find out the proportion of women who gave birth spontaneously before the scheduled IOL.
    Material and methods: This study was a retrospective cross-sectional study that included 12,148 births between 2016 and 2018. Data pertaining to IOL requests were obtained from medical records and merged with information from the Icelandic Birth Register. Statistical analysis was mostly limited to births that had IOL request (n=3847), regardless of whether the labor was induced or not.
    Results: A total of 147 different indications were listed as a reason for IOL on the request forms. Prolonged pregnancy was the most commonly recorded indication and appeared on nearly half of the requests for labor induction. Subsequently, gestational diabetes was the reason for 14.9% of requests, hypertension 9.1% and preeclampsia 4.8%. Nearly half of the women who had a request of IOL gave birth spontaneously, particularly in the case of prolonged pregnancy (61.9%).
    Conclusion: There were many reasons for IOL, but prolonged pregnancy was by far the most common indication. Almost half of those who had a request of IOL gave birth spontaneously, which gives reason to re-evaluate whether requests could be sent closer to the scheduled date of IOL in some cases. The results of this study emphasize the importance of reviewing the possible risks and benefits of IOL for both the mother and the child.

Samþykkt: 
  • 17.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_final_viktoria.pdf1.32 MBLokaður til...16.05.2026HeildartextiPDF
ld.php.pdf359.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF