Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47115
Andleg heilsa og líðan einstaklinga er áhrifuð af mörgum þáttum, bæði félagslegum og persónulegum. Þessir þættir geta haft mismunandi áhrif á einstaklinga í samfélaginu. Minnihlutahópar eins og innflytjendur geta upplifað verri líðan eða andlega heilsu vegna félagslegra þátta, sem aðrir í samfélaginu upplifa ekki upp að sama marki, þar sem innflytjendur þurfa að aðlagast nýju samfélagi. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða almenna líðan einstaklinga á Íslandi og það hvort það að vera innflytjandi hafi áhrif á andlega heilsu einstaklinga á Íslandi. Til að framkvæma rannsóknina er notast við fyrirframliggjandi gögn frá Embætti landlæknis sem bera heitið Heilsa og líðan. Gögnin eru frá árinu 2022 og innihalda tvö úrtök, annars vegar úrtak Íslendinga og hins vegar úrtak innflytjanda. Í heildina voru 4108 einstaklingar 18 ára eða eldri sem svöruðu spurningalistakönnun Embættis landlæknis um heilsu og líðan. Notast var við tölfræðiforritið Jamovi við úrvinnslu gagna og framkvæmd rannsóknar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru settar fram í lýsandi tölfræði allra breyta rannsóknar og þrjár einfaldar línulegar aðhvarfsgreiningar voru framkvæmdar þar sem að skoðað var samband ríkisfangs og þriggja fylgibreyta rannsóknar. Einnig voru framkvæmdar þrjár línulegar fjölbreytu aðhvarfsgreiningar sem mældu samband fylgibreyta og frumbreyta rannsóknar. Þær fylgibreytur sem verða rannsakaðar eru Persónulegt mat á andlegri heilsu og Kvíði og Þunglyndi. Frumbreytur rannsóknar mældu bakgrunn, fjárhagsstöðu, erfiðleika daglegs lífs, aðlögun, frítíma og andlega erfiðleika einstaklinga. Í kjölfarið voru samvirkni- og miðlunaráhrif allra frumbreyta (X2) á samband Ríkisfangs (X1) og allra þriggja fylgibreytanna (Y) skoðuð.
Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að það að vera innflytjandi hefur marktæk áhrif á líðan einstaklinga þegar sambandið er skoðað eitt og sér. Þegar áhrif annarra þátta í lífi einstaklinga, eins og kyn, aldur, menntun, mismunun innflytjenda, daglegar athafnir, einmanaleiki, streita, tími í launaðri vinnu á viku, áfengisneysla og greindir andlegir erfiðleikar, eru tekin með inn í myndina þá hefur það að vera innflytjandi ekki marktæk áhrif á líðan einstaklinga og andlega heilsu þeirra lengur. Þetta sýnir að veruleikinn er því flóknari heldur en beint samband þess að vera innflytjandi og líðan einstaklinga þar sem einstaka þættir sýndu fram á samvirkni- eða miðlunaráhrif.
The mental health and well-being of individuals is influenced by many factors, both social and personal. These factors can affect individuals within a society. Minority groups such as immigrants, may experience poorer well-being or mental health due to social factors than others in a society, such as having to adapt to a new culture and community. The aim of this study is to examine the general well-being of individuals in Iceland and whether being an immigrant affects their mental health. To carry out this research, pre-existing data from the Icelandic Directorate of Health named Health and Well-being is used. The data was collected in 2022 and contains two samples: one sample of Icelanders and the other, a sample of immigrants. In total, there were 4,108 individuals aged 18 years or older who answered the questionnaire survey from the Directorate of Health about health and well-being. The statistical program Jamovi was used for data processing and to analyse the data. The study results are presented by means of descriptive statistics as well as three bivariate linear regression analyzes that examine the relationship between nationality and Personal Assassment of Mental Health, Anxiety and Depression. Three multiple linear regression analyzes were also performed measuring the relationship between the three dependent variables and all of the studies independent variables. The independent variables included measures of background, financial status, difficulty of daily life, adaptation, leisure and mental difficulties. Subsequently, moderation and mediation effects of all independent variables (X2) on the relationship between nationality (X1) and all three dependent variables (Y) were examined.
This study reveals that being an immigrant has a significant impact on well-being However, when other factors like gender, age, immigrant discrimination, daily activities, loneliness, stress, weekly paid work hours, alcohol consumption, and diagnosed mental difficulties are accounted for, the impact of being an immigrant on well-being and mental health is no longer significant. This suggests that the relationship is more complex, with some of these factors having moderating or mediating effect.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA_lokaritgerð_JIF.pdf | 965,93 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Staðfesting_a_skilum_skemma_Julita_Irena.pdf | 512,25 kB | Lokaður | Yfirlýsing |