is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4712

Titill: 
 • Hönd í hönd : kennsluefni í heimstónlist fyrir börn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefnið Hönd í hönd, kennsluefni í heimstónlist fyrir leikskólabörn er lokaverkefni mitt til B.ed-gráðu við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
  Markmið kennsluefnisins er að styðja við geisladiskinn Úr vísnabók heimsins sem Rauði kross Íslands gaf inn á hvern leikskóla árið 2005. Diskurinn var gerður að frumkvæði söngkonunnar Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunnarssonar píanóleikara og fengu þau til liðs við sig hóp barna af erlendu bergi brotin sem búsett eru á Íslandi. Börnin sungu barnalög frá sínu heimalandi og rann allur ágóði af sölu disksins til styrktar hjálparstarfi Rauða kross Íslands í sunnanverðri Afríku.
  Í kennsluefninu er bent á leiðir til þess að nýta geisladiskinn í tónlistarstarfi leikskólans og jafnframt hvernig hægt er að nota tónlistina sem kveikju að fræðslu um aðra menningarheima.
  Greinargerðinni er ætlað að styðja við verkefnið Hönd í hönd og varpa ljósi á tilurð og tilgang þess. Þar má finna fræðilega umfjöllun um tónlistarkennslu ungra barna, fjölmenningarsamfélagið á Íslandi og tengingu við aðalnámskrá.

Samþykkt: 
 • 20.4.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4712


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
alltsaman2_fixed.pdf2.15 MBOpinnKennsluefni PDFSkoða/Opna
loka_fixed.pdf206.67 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna