Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47121
Miklar tækniframfarir hafa umbreytt viðskiptaumhverfinu sem veitir fyrirtækjum margskonar tækifæri en einnig áskoranir. Þá hefur gervigreind haft veruleg áhrif á hvernig ákveðið er að selja vöru, afhenta þjónustu og sum störf eru unnin. Víðtæk innleiðing tækninnar hefur einnig leitt til fordæmalausrar útbreiðslu gagna, sem vex í veldisvexti á hverjum degi. Gervigreind skarar fram úr í þessu umhverfi með því að greina stór gagnasöfn með ótrúlegum hraða og nákvæmni, sjálfvirknivæða venjubundin verkefni og auðveldað sérsniðna og persónulega markaðssetningu með skalanlegum hætti með því að greina mynstur í hegðun neytenda og spá fyrir um gangverk markaðarins. Til þess að fyrirtæki geti nýtt gervigreind til fulls þurfa þau að taka mörg skref og vanda valið á lausnum.
Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig fyrirtæki geta nýtt gervigreind til að auka árangur í markaðssetningu. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem höfundur ræddi við átta einstaklinga sem höfðu reynslu og skoðanir á gervigreind og markaðssetningu. Ásamt því var gerð greining á fyrri rannsóknum. Niðurstöður leiddu í ljós að viðhorf viðmælanda var almennt jákvætt varðandi samþættingu gervigreindar í aðgerðum innan fyrirtækja. Þeir bentu á möguleika þess til að auka árangur í markaðssetningu. Umræður snerust um notkun gerivgreindar fyrir skilvirka og hagkvæma gagnavinnslu og greiningu á gögnum. Lögð var áhersla á mikilvægi áreiðanlegra og hágæða gagna, sem skiptir sköpun til að þróa og búa til markvisst markaðsefni sem nær til rétta aðilans með réttu skilaboðunum á sem réttustum tíma.
Árangursrík samþætting gervigreindar krefst vel skilgreindar stefnu, ítarlegs undirbúnings hjá fyrirtækinu og samræmd viðleitni skipti sköpun til að hámarka ávinning þessarar tækni. Það er mikilvægt að tryggja gagnaöryggi og rétt innviði. Það þarf samheldið átak til þess að fá sem mest virði út úr þeim lausnum sem eru notaðar og þær þurfa að endurspegla virknina innan fyrirtækisins. Fyrirtæki þurfa því að vera með rétta fólkið, réttu tæknina og þekkingu til þess að nýta gervigreindina til fulls. Þó að gervigreind bjóði upp á endalaus tækifæri og er klár aðstoðarmaður, þá er mannlegi þátturinn enn mikilvægur og sköpunarkraftur og gagnrýnin hugsun eru nauðsynlegir þættir sem gervigreind bætir við en kemur ekki í staðinn fyrir. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að þróast í átt að aukinni nýtingu gervigreindar í markaðssetningu og bæta dýrmætri innsýn við núverandi þekkingu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hvernig geta fyrirtæki notað gervigreind til að ná árangri í markaðsstarfi - MS ritgerð - Sædís Ragna Ingólfsdóttir.pdf | 870,62 kB | Lokaður til...15.06.2029 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing - Sædís Ragna.pdf | 2,92 MB | Lokaður | Yfirlýsing |
Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í 5 ár.