Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47133
New weather norms, characterized by increased rainfall in the Arctic and subarctic regions, driven by climate change, suggest that there will be an increase in both intensity and frequency of landslides in these areas. Landslides already pose a risk to numerous communities worldwide; among them is Seyðisfjörður – a small and remote community located in east Iceland. In December 2020, a catastrophic landslide event of unprecedented size in a populated area in Iceland struck the town of Seyðisfjörður. This thesis explores how crisis communication during and after that landslide event affects the residents’ sense of security. Using a qualitative research method, individual interviews and focus group interviews were conducted with residents of Seyðisfjörður and people who worked as volunteers during the event. Results show a need to improve crisis communication as the community faces new imminent hazards. Accessibility of information needs to be improved, and crisis communication must be made available to non-Icelandic speakers from the get-go. Results show that people’s perception of risk can shed light on their sense of security. With an increase in landslides predicted due to changing weather patterns, the findings of this study have important implications for communities around the world facing similar hazards.
Breytingar í veðurfari sem knúnar eru af loftslagsbreytingum einkennast af aukinni úrkomu og breyttum úrkomumynstrum fyrir lönd á norðurslóðum. Þetta bendir til þess að tíðni skriðufalla muni aukast á þessum svæðum. Skriðuföll skapa nú þegar hættu fyrir fjölmörg samfélög um allan heim, þar á meðal Seyðisfjörð – lítið og afskekkt samfélag staðsett á Austurlandi. Í desember 2020 urðu hamfaraskriður á Seyðisfirði, af áður óþekktri stærð fyrir byggð á Íslandi. Í þessari ritgerð er kannað hvernig upplýsingagjöf til almennings á meðan þessum skriðuatburð stóð og eftir hefur haft áhrif á öryggistilfinningu íbúa. Með eigindlegri rannsóknaraðferð voru tekin einstaklingsviðtöl og rýnihópaviðtöl við íbúa á Seyðisfirði og fólk sem starfaði sem sjálfboðaliðar á meðan á atburðinum stóð. Niðurstöður sýna að það er þörf á að bæta upplýsingagjöf til almennings á tímum náttúruhamfara, þar sem samfélagið stendur frammi fyrir nýjum yfirvofandi hættum. Bæta þarf aðgengi upplýsinga og gera upplýsingagjöf aðgengilega öðrum en íslenskumælandi í upphafi atburða. Niðurstöður sýna að skynjun fólks á áhættu getur varpað ljósi á öryggistilfinningu þeirra. Í ljósi þess að nýjustu rannsóknir á sviði loftslagsbreytinga gefa til kynna aukningu á skriðuföllum, hafa niðurstöður þessarar rannsóknar vægi fyrir samfélög um allan heim sem standa frammi fyrir svipaðri hættu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Living with landslides_ubabartsch_MS.pdf | 3.16 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
SkemmanYfirlýsing_ubabartsch2024.pdf | 289.73 kB | Lokaður | Yfirlýsing |