Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47138
Aukinn hreyfanleiki fólks milli landa hefur leitt til fjölgunar innflytjenda um allan heim, einkum á Vesturlöndum. Afleiðing þess hefur meðal annars verið aukinn aðskilnaður þjóðernishópa. Þessi aðskilnaður hefur ólíkar birtingarmyndir eftir því hvar hann fyrirfinnst og geta afleiðingar hans einnig verið breytilegar. Hér er aðskilnaður innflytjenda, birtingarmynd hans og áhrif greind í Reykjavík þar sem Breiðholtið verður tekið fyrir sem rannsóknarsvæði. Markmið rannsóknarinnar er að greina áhrif borgarskipulags á aðskilnað á rannsóknarsvæðinu auk þess að greina þau samfélagsleg áhrif sem aðskilnaðurinn hefur. Rannsóknin er tilviksrannsókn sem var framkvæmd með eigindlegri og megindlegri nálgun á formi kortlagningar aðskilnaðar, greiningar á áhrifaþáttum borgarskipulags og eigindlegrar spurningakönnunar. Niðurstöður leiddu í ljós að ýmsir þættir í byggða umhverfi Breiðholts gætu haft neikvæð áhrif á blöndun ólíkra hópa innan svæðisins. Hins vegar má ekki líta fram hjá félagslegum ferlum sem bæði ýta undir og stuðla að aðskilnaði milli ólíkra hópa Breiðholts.
The increased mobility of people between countries has led to a rise in the number of immigrants worldwide, especially in Western countries. This has resulted in increased segregation of ethnic groups which manifests in different ways depending on where it occurs. Therefore, the consequences can also vary. In this study, the segregation of immigrants, its manifestation, and its effects will be analysed in Breiðholt, Reykjavík. The focus will be on planning practices and their influence on segregation within the research area. The study qualifies as a case study and was carried out with both a qualitative and quantitative approach in the form of spatial distribution mapping of immigrants, analysis of the influencing factors of urban planning as well as a qualitative survey to assess the effects of segregation on residents. Results revealed that various factors in Breiðholt’s built environment can limit social cohesion of different groups within the area. However, social processes that both contribute to or create segregation in Breiðholt cannot be ignored.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Aðskilnaður innflytjenda_lokaútgáfa.pdf | 3.58 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_Uloma Osuala.pdf | 105.01 kB | Lokaður | Yfirlýsing |