en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/47140

Title: 
 • Title is in Icelandic Buteyko öndunaræfingar sem viðbótarmeðferð við langvinnum verkjum: Áhorfsrannsókn með afturvirkan samanburðarhóp
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ágrip
  Inngangur: Langvinnir verkir eru stórt vandamál á heimsvísu og hafa áhrif á marga. Samband verkja, streitu, svefns og öndunar er flókið og margþætt en rannsóknir benda til þess að vinna þurfi í öllum þessum atriðum til að fá sem bestan árangur af meðferð við verkjum.
  Markmið: Markmið þessarar rannsóknar er að kanna ávinning Buteyko öndunaræfinga samhliða hefðbundinni meðferð við langvinnum verkjum.
  Aðferðir: Rannsóknin var unnin með verkjateymi Reykjalundar og allir sem komu í meðferð þangað á rannsóknartímabilinu og uppfylltu skilyrði var boðin þátttaka í rannsókninni og tölur frá fyrri tímabilum verkjasviðs Reykjalundar voru notaðar til samanburðar. Lykilbreytur rannsóknarinnar voru fjöldi verkjapunkta, meðaltal verkja og skilvirkni öndunar, metin með Nijmegen spurningalista. Að auki var metinn svefn, andleg líðan og almenn heilsa. Einstaklingum í íhlutunarhóp voru kenndar Buteyko öndunaræfingar, gefnar útskýringar á áhrifum öndunar á taugakerfið ásamt áhrifum taugakerfisins á verki og kennt á snjallforritið „Andvanced Buteyko“ fyrir snjallsíma þar sem notendum er leiðbeint í gegnum Buteyko öndunaræfingar. Viljastýrt öndunarstopp (BHT) var mælt hjá íhlutunarhópnum við upphaf og lok meðferðar á Reykjalundi. Einstaklingum var ráðlagt að gera öndunaræfingarnar tvisvar sinnum á dag, kvölds og morgna. Samhliða Buteyko öndunarþjálfun fengu þátttakendur einstaklingsmiðaða meðferð á verkjasviði Reykjalundar líkt og samanburðarhópurinn fékk án þess að fá Buteyko öndunarþjálfun.
  Niðurstöður: 14 þátttakendur tóku þátt í íhlutun rannsóknarinnar sem átti sér stað á tímabilinu 13.11.2023 til 27.2.2024. Samanburðarhópurinn samanstóð af 44 einstaklingum sem útskrifuðust milli 10.2. 2023 og 6.11.2023. Marktæk bæting var á öllum mældum breytum yfir meðferðartímabilið, óháð hópi í rannsókninni (p = <0,001 – 0,004) fyrir utan þunglyndi (GAD-7) sem var á marktektarmörkum (p = 0,051). Skilvirkni öndunar (Nijmegen spurningalistinn) var eina breytan sem breyttist marktækt meira hjá íhlutunarhópnum miðað við samanburðarhópinn (p = 0,042). Bætt skilvirkni öndunar sýndi meðal sterka fylgni við fækkun verkjapunkta (p = 0,037) og vísbendingu um fylgni við lækkun á meðaltali verkja (p = 0,063). BHT lengdist ekki marktækt hjá íhlutunarhópnum en gaf þó vísbendingu um hækkun (p = 0,062). Meðferðarheldni íhlutunarhópsins var ekki nema tæp 40% af því sem lagt var upp með eða 0,79 / 2 öndunaræfingar á dag að meðaltali.
  Túlkun: Buteyko öndunarþjálfun hefur greinilega jákvæð áhrif á skilvirkni öndunar umfram það sem hefðbundin verkjameðferð á Reykjalundi gerir og ákveðnar vísbendingar um að öndunarþjálfunin gagnist sem viðbótarmeðferð við verkjum. Lítil meðferðarheldni gæti útskýrt ómarktæka hækkun á BHT. Framkvæma þyrfti fleiri rannsóknir með stærri íhlutunarhópi til að fá skýrari svör við rannsóknarspurningum þessarar rannsóknar.

Accepted: 
 • May 21, 2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/47140


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BUTEYKO - Ms ritgerð Magni_LOKA.pdf1.55 MBLocked Until...2027/06/01Complete TextPDF
440350738_809427897390972_1617995984461608394_n.jpg162.34 kBLockedDeclaration of AccessJPG