is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47146

Titill: 
 • Heilablæðingar nýbura 1994-2023
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Áhrif heilablæðinga í nýburum eru mjög breytileg eftir stærð og staðsetningu blæðinganna og sumar heilablæðingar eru einkennalausar. Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja nýgengi heilablæðinga hjá nýburum undanfarin 30 ár ásamt því að greina áhættuþætti og afleiðingar blæðinganna, bæði skammtíma og langtíma.
  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn, lýsandi rannsókn. Rannsóknarþýðið samanstóð af nýburum fæddum hér á landi á árunum 1994-2023 sem greindust með heilablæðingu fyrstu 28 daganna frá fæðingu. Börnin voru fundin í sjúklingagnagrunni Landspítalans út frá viðeigandi ICD-9/ICD-10 sjúkdómsgreiningarnúmerum. Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám barnanna og mæðra þeirra ásamt sjúklingagagnagrunni Vökudeildar. Kennitölur barnanna voru sendar til Ráðgjafar- og greiningarstöðvar og fundin þau börn sem fengu fötlunargreiningar. Gagnasöfnun var gerð í Microsoft Excel og gögn gerð ópersónugreinanleg fyrir tölfræðiúrvinnslu í RStudio.
  Niðurstöður: 265 börn fengu heilablæðingagreiningar á rannsóknartímabilinu, þar af 58,5% drengir og 41,5% stúlkur. Algengustu blæðingarnar á tímabilinu voru blæðingar í heilahólf eða samtals 160 og meðalmeðgöngulengd þeirra var 28,9 vikur. 27 nýburar með heilablæðingu létust á Vökudeild og þar af voru 20 með alvarlegar heilahólfsblæðingar (gráðu 3 eða 4). 66 barnanna fengu krampa á nýburaskeiði og meðalmeðgöngulengd þeirra var 37,4 vikur. 20% þeirra sem útskrifaðust lifandi fengu fötlunargreiningar síðar meir og þá aðallega CP-heilalömun (e. cerebral palsy), þroskahömlun og/eða einhverfu.
  Ályktanir: Fyrirburar fengu helst heilahólfsblæðingar og andlát á Vökudeild voru algengari meðal þeirra. Fullburða börn greinast frekar með aðrar gerðir heilablæðinga og krampar algengari hjá þeim. 35% þeirra sem fengu fötlunargreiningar höfðu tvær eða fleiri slíkar greiningar og flestir sem greindust með CP-heilalömun höfðu fengið heilahólfsblæðingu.

Samþykkt: 
 • 21.5.2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/47146


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs_ritgerd_thh.pdf1.39 MBLokaður til...31.12.2027HeildartextiPDF
Yfirlysing.pdf370.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF