Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47147
Inngangur: Blóðgjöf er ein af mikilvægum stoðum heilbrigðiskerfisins og tryggir sjálfboðaliðastarf blóðgjafa aðgengi að blóði allt árið. Þessi rannsókn miðar að því að skoða þróun á meðal blóðgjafa Íslands frá 2013 til 2023 með tilliti til aldurs, kyns og blóðflokks, sem og að finna hlutfall þeirra sem nýskrá sig og gefa blóð í fyrsta sinn. Efniviður og aðferðir: Gerð er afturskyggn ferilrannsókn, þar sem lýst er heilblóðgjafahópi Blóðbankans og nýskráðum blóðgjöfum á árunum 2013-2023. Gögn um blóðgjafa voru sótt í ProSang, gagnagrunni Blóðbankans.
Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu er fjöldi virkra blóðgjafa að meðaltali 5.901 á ári, árið 2013 koma 6.457 virkir gjafar og árið 2023 5.811 virkir gjafar, ekki tölfræðilega marktæk lækkun. Að meðaltali hafa 2,65% af Íslendingum á blóðgjafaaldri gefið heilblóð a.m.k. einu sinni hvert ár. Hlutur karla, er marktækt hærri en hjá konum eða aðmeðaltali67,9%(66,7%-69,1%)boriðsamanvið 32,1%(30,9%-33,3%)(P<0,001). Hlutfall kynjanna er jafnt þegar kom að nýskráningum, 50,5% (48,3%-52,6%) karlar og 49,5% (47,4%-51,7%) konur. Meðalaldur virkra heilblóðgjafa er 40.8 ár (39,3-42,2), meðan meðalaldur nýskráninga er 32,7 ár (30,2-35,2). Að meðaltali koma 39,7% (34,1%-45,4%) af nýskráðum gjöfum aftur og gefa sína fyrstu heilblóðgjöf.
Ályktanir: Í dag er Ísland sjálfbært í söfnun og framleiðslu blóðhluta, með heildarfjölda einstaklinga sem gefa heilblóð í kringum 6.000 einstaklinga á ári síðustu ár. Landsmönnum fer fjölgandi og er aldurssamsetning þjóðarinnar að breytast. Með hækkandi hlutfalli eldri einstaklinga má gera ráð fyrir aukinni blóðhlutanotkun og lækkandi hlutfalli á blóðgjafaaldri. Áhersla þarf að vera lögð á að fá hærra hlutfall ungra blóðgjafa og auka hlut kvenna til þess að geta haldið heilblóðgjafahópnum nægilega stórum og fjölbreyttum, og veitt nauðsynlega og sjálfbæra heilbrigðisþjónustu.
Introduction: Blood donors are one of the strongest pillars in health care, and thanks to their donations accessibility to blood is available all throughout the year. In this study we compared the wholeblood donor base in Iceland from 2013 to 2023 describing age, gender and bloodgroups, aswell as finding the first donation retention.
Methods: We performed a retrospective cohort study, in which we sought to describe the regular wholeblood donor during the period 2013-2023. Data regarding the blood donor base was acquired from ProSang, the Bloodbank database.
Results: During the research period, a decrease is observed in the wholeblood donor group, from 6.457 to 5.811 (P=0,058). On average, 2,65% of the total population aged 18-70 donate blood at least once, each year. Male wholeblood donors are better represented, on average 67,9% (66,7%-69,1%), than female, 32,1% (30,9%-33,3%) (P>0,001). Newly registered donors are divided equally in terms of gender, on average 50,5% (48,3%-52,6%) men and 49,5% (47,4%-51,7%) women. The average age of regular wholeblood donors is 40,8 (39,3-42,2) while the average age of newly registered donors is 32,7 (30,2-35,2). Approximately 39,7% (34,1%-45,4%) of newly registered donors come back to donate in the period 2013-2023.
Discussion: Today, Iceland is self-sustainable in the collection and production of blood components. However, with the increasing percentage of elderly, an increased use of blood components should be expected as well as a lower percentage of eligible donors. Hense, more effort in recruiting younger donors and females is recommended for the continuation of providing sustainable healthcare services.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
JENNY_BS_SKIL.pdf | 2,36 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 254,59 kB | Lokaður | Yfirlýsing |