Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4714
Meginefni þessarar ritgerðar lýtur að neikvæðu félagafrelsi eins og það birtist í 2. mgr. 74. gr. stjskr. og heimildum til að takmarka það, en meginreglan skv. ákvæðinu er sú að ekki megi skylda menn til aðildar að félagi. Þó er mælt fyrir um ákveðnar undantekningar frá reglunni í ákvæðinu en heimilt er að koma á skylduaðild að félagi með lögum, ef það er nauðsynlegt vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra. Í þessari ritgerð verður sjónum aðallega beint að því hvort skylduaðild að félagi teljist nauðsynleg vegna almannahagsmuna en dæmi eru hér á landi um skylduaðild að félögum á þeim grundvelli. Í þessu samhengi verða Lögmannafélag Íslands og Félag fasteignasala sérstaklega tekin til skoðunar, en bæði eru þau fagfélög sem mæla fyrir um skylduaðild.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð BDB 13. apríl.pdf | 1.25 MB | Open | Heildartexti | View/Open |