Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47152
Mikið hefur verið rætt um orkuskipti hér á landi og meintan orkuskort þeim tengdum. Hingað til hafa einkum vatnsafl og jarðvarmi verið notuð til raforkuframleiðslu á Íslandi. Á síðari árum hefur vindorka einnig verið nefnd til sögunnar sem mögulegur orkugjafi og eru nú uppi miklar hugmyndir um nýtingu hennar hér á landi. Nýting vindorku fellur, rétt eins og nýting vatnafls og jarðvarma, undir verndar- og orkunýtingaráætlun, rammaáætlun, þó að deilur hafi verið uppi um hvort að svo eigi að vera. Því hefur verið kallað eftir að mótuð verði sérstök stefna um nýtingu vindorku. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna notagildi LUK fjölþáttagreiningar við mótun stefnu og ákvarðanatöku um nýtingu vindorku, sem og notagildi hennar við samanburð umhverfisáhrifa af vindorkukostum. Gert var einfalt kort þar sem nokkrir ólíkir umhverfisþættir voru teknir til skoðunar með hliðsjón af viðfangsefni faghóps 1 við mótun rammaáætlunar og borið saman við núverandi vindorkukosti. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hægt er að bera saman umhverfisáhrif tveggja eða fleiri vindorkukosta. Niðurstaðan var einnig áþekk niðurstöðu faghóps 1 á þeim vindorkukostum sem faghópurinn tók til umfjöllunar. Rannsóknin sýndi að LUK fjölþáttagreining býður upp á ýmsa möguleika við stefnumótun um nýtingu vindorku hér á landi. Þó vantar frekari rannsóknir og gögn, auk þess sem þróa þyrfti aðferðafræðina betur, til þess að hægt sé að nýta hana á marktækan hátt.
Energy transition and alleged energy shortage have been a frequent topic of discussion in Iceland. Until now, hydropower and geothermal energy have been the main sources of electrical production for Iceland. In recent years, wind energy has emerged as a potential energy source with numerous plans underway to establish wind power stations. Similar to hydropower and geothermal energy, the utilization of wind energy falls under the Master Plan, although there has been debate over whether this should be the case. There have been calls for a special policy to be formulated for the use of wind energy. The aim of this study is to investigate the usefulness of GIS-based multi-criteria decision analysis in the formulation of policy and decision-making about the use of wind energy. Additionally it seeks to assess its usefulness in comparing the environmental effects of different wind energy options. A simple map was made where several different environmental factors were taken into account with reference to the topic of expert group 1 in the Master Plan, and compared with the current wind energy options. The results show that it is possible to compare the environmental effects of two or more wind energy options. However the results were similar to the conclusion drawn by expert group 1 regarding the wind energy options they considered. The study showed that GIS-based multi-criteria decision analysis offers various possibilities for policy making on the use of wind energy in Iceland. However, further research and data is needed, as well as further development in the methodology, in order to be able to use it in a meaningful way.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Med_vindinn_i_fangid.pdf | 2.36 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing_Hlynur.pdf | 344.77 kB | Lokaður | Yfirlýsing |