Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47155
Útivera og náttúra skipa mikilvægan sess fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Opin græn svæði í borgum eru þess vegna nauðsynleg til þess að veita borgarbúum aðgengi að náttúrulegri útiveru í sínu daglega amstri, án þess að þurfa að leita of langt. Þrátt fyrir auknar vísbendingar um góð áhrif náttúrunnar á andlega heilsu er aðgengi að grænum rýmum ekki upp á marga fiska í flestum borgum í dag. Markmið verkefnisins er að kanna aðgengi og notkun íbúa höfuðborgarsvæðisins á opnum grænum svæðum innan borgarinnar. Til þess verður notuð blönduð rannsóknaraðferð þar sem settar eru fram spurningar um notkun íbúa og aðgengi að útivistarsvæðinu Heiðmörk, sem og líðan og því fylgt eftir með vettvangsrannsókn. Með könnuninni er ætlunin að fá fram álit fólks á aðgengi svæðisins og kanna hvort að gott aðgengi auki líkur á notkun þess, auk þess að rýna í áhrif útivistarsvæðisins á andlega líðan íbúa. Niðurstöður benda til þess að aukið aðgengi að svæðum til yndisauka sé hvetjandi þáttur til notkunar útivistarsvæða og staðfestir að notkun útivistarsvæða og náttúruupplifun skiptir sköpum fyrir andlegu heilsu borgarbúa.
Spending time outdoors and interacting with nature holds significant importance for both mental and physical well-being. Therefore, open green spaces in cities are essential to provide city dwellers access to natural outdoor activities in their daily lives without having to travel far. Despite increasing evidence of the positive effects of nature on mental health, access to green spaces is not prominent in most cities today. The aim of this project is to explore the access and usage of open green spaces by residents of the capital region. A mixed research method was used, setting forth questions about the residents‘ usage of and access to the outdoor area Heiðmörk, as well as their well-being, supplemented by field research. The survey aims to gather opinions on the accessibility of the area and explore whether good access increases the likelihood of its use, in addition to examining the impact of the outdoor area on the mental well-being of residents. The results suggest that increased access to amenity landscape for recreation is an encouraging factor for the usage of outdoor areas and confirms that the use of outdoor areas and experiencing nature are crucial for the mental health of city residents.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hjördís Kristinsdóttir_BS.pdf | 2.34 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 277.9 kB | Lokaður | Yfirlýsing |