is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47163

Titill: 
  • Bí(t)labærinn. Greining á samgönguháttum íbúa í Reykjanesbæ
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Einkabíllinn hefur lengi verið í forgrunni skipulags á stjórnsýslustigi á Íslandi og hefur saga hans endurspeglast í bílmiðaðri borgarþróun og menningu bílaeignar. Ýmislegt bendir til þess nú séu breyttir tímar í skipulagsmálum hérlendis og hafa nýjar áherslur haft áhrif á skipulagsstefnur hvað varðar þjónustu í nærumhverfi, þar sem þétt og blönduð byggð spilar lykilhlutverk, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á notkun umhverfisvænna samgöngkosta. Stefna um virka ferðamáta og þéttingu byggðar er ekki jafn áberandi í öllum sveitarfélögum landsins, en í þessari rannsókn verður sveitarfélagið Reykjanesbær tekið fyrir til þess að skoða hvað hefur áhrif á ferðavenjur íbúa, þar sem einkabílanotkun mælist ofarlega á landsvísu.
    Í þessari ritgerð verður fjallað um samgönguval íbúa í Reykjanesbæ, með sérstakri áherslu á hvernig skipulagsáætlanir sveitarfélagsins og kenningar í umhverfisfélagsfræði móta þessar venjur. Meginmarkmið rannsóknarinnar er því að skilja samspilið þar á milli og hvernig það hefur mótandi áhrif á samgönguvenjur. Í Reykjanesbæ er hröð íbúafjölgun og þróun í borgarskipulagi, sem býður upp á einstakt samhengi til að skilja samspilið milli borgarskipulags og samgönguhegðunar. Niðurstöður sýna að þrátt fyrir hátt þjónustustig og gott viðhorf til umhverfismála þá er raunveruleg notkun á vistvænum samgönguháttum takmörkuð, bæði vegna annmarka á innviðum og ríkjandi félagslegum viðmiðum. Rannsóknin undirstrikar bil milli viðhorfs og hegðunar, þar sem íbúar lýsa yfir stuðningi við sjálfbæra ferðamáta en velja of þægilegri eða hefðbundnari samgöngumáta vegna takmarkana sem fyrir eru.

Samþykkt: 
  • 21.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47163


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak_bí(t)labærinn.pdf5.92 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf192.13 kBLokaðurYfirlýsingPDF