Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47169
This research project aimed to analyse the role of the gene factor GRAMD1B in the endothelial cell response to catecholamine stimulation with a focus on its correlation to endothelial dysfunction and shock induced endotheliopathy (SHINE). Two EA.hy926 cell lines were utilized in the project, a wild-type line and a cell line with GRAMD1B knockout along with HLMVEC primary cells. Western blot analysis was used to observe changes in the expression of specific proteins of relevance to endothelial function following catecholamine stimulation. These included CA2, Thrombomodulin, ICAM-1, ICAM-2, VCAM-1, phosphorylated CREB and VEGF-A. Protein expression was observed 4-hours and 24-hours after stimulation. The results suggest a significant increase in protein expression of CA2 and Thrombomodulin in HLMVEC cells. Those findings not only help us gain a better understanding on endothelial cell function in stress but also provide a foundation for further understanding of the mechanisms behind endothelial dysfunction and SHINE.
Markmið rannsóknarinnar var að skoða tengsl katekólamína við virkni æðaþelsfrumna. Rannsóknarspurning verkefnisins fólst í að svara hvort erfðaþátturinn GRAMD1B stuðli að skertri æðaþelsvirkni samhliða katekólamín áreiti, meðal annars í tengingu við sjúkdómseinkenni SHINE. Notast var við tvennskonar EA.hy926 frumulínur í verkefninu, villigerðarfrumulínu og frumulínu með GRAMD1B útslætti. Einnig voru HLMVEC frumur notaðar í verkefninu. Notast var við Western blot til að ákvarða breytingar í tjáningu á próteinunum CA2, Thrombomodulin, ICAM-1, ICAM-2, VCAM-1, fosfóleruðu CREB og VEGF-A. Flest þessara próteina eru mælikvarðar á skerta æðaþelsstarfsemi. Tjáning á próteinunum var skoðuð 4 og 24 tímum eftir katekólamín áreiti. Niðurstöður verkefnisins sýndu fram á aukna tjáningu í CA2 og Thrombomodulin í HLMVEC frumum eftir katekólamín áreiti. Þessi rannsókn gefur okkar góðan skilning á æðaþelsfrumuvirkni við aukið katekólamínáreiti og leggur grunn að betri skilningi til áframhaldandi rannsókna í tengslum við skerta æðaþelsstarfsemi og SHINE.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
bs_thesis_agathaelin_1109022120.pdf | 1,6 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing 2.pdf | 197,95 kB | Lokaður | Yfirlýsing |