is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4717

Titill: 
  • Rekstur sveitarfélaga. Skiptir hægri/vinstri staða máli?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitað svara við spurningunni hvort staðsetning sveitarstjórnarmeirihluta á hinum hefðbundna hægri/vinstri kvarða hafi áhrif á rekstur sveitarfélaganna. Rannsóknin nær til áranna frá og með 2002 til og með 2008. Skoðuð eru áhrifin á þrjár fylgibreytur: veltufé frá rekstri, framlegð og yfirkeyrsluhlutfall, sem er frávik útgjalda frá fjárhagsáætlun. Fyrri rannsóknir benda til þess að ytri aðstæður hafi mest áhrif á útgjöld sveitarfélaga en áhrif hugmyndafræði stjórnmálaflokka hafi þó áhrif innan þess ramma sem ytri aðstæður setja rekstrinum.
    Í rannsókninni er notast við pearsons r fylgnireikninga og fjölbreytuaðhvarfsgreiningu til þess að reikna út fylgni umræddra rekstrarstærða við hægri/vinstri staðsetningu sveitarstjórnarmeirihluta. Niðurstöður hennar eru í samræmi við fyrri rannsóknir og sýna að hægri/vinstri staðsetning skipti litlu máli, en þó á þann veg að heldur megi vænta hærra veltufjár og framlegðar hjá meirihlutum sem eru lengra til hægri, frekar en þeim sem eru lengra til vinstri. Niðurstöður benda einnig til þess að hægri meirihlutar fari síður fram úr fjárhagsáætlunum heldur en þeir sem lengra eru til vinstri.

Samþykkt: 
  • 21.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4717


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Örvar Marteinsson_BA-stjórnmálafræði.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna