is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47170

Titill: 
  • Titill er á ensku Mapping the Intracellular Distribution of Smoothened in the Primary Cilia
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hedgehog (HH) boðferillinn, skiptir sköpum fyrir þroskun fósturvísa og við uppbyggingu vefjajafnvægis (e. tissue homeostasis). Sama ferli tengist einnig sjúkdómum eins og slitgigt (e. osteoarthritis) sem hefur áhrif á lífsgæði einstaklinga. Núverandi meðferðir við slitgigt einblína
    á einkenni frekar en að takast á við orsakir sjúkdómsins. Þar skortir því enn á lausnir á sviði lækninga sem og lyfja. Í kjarna HH ferilsins er Smoothened próteinið (SMO), sem hefur það hlutverk að flytja merki frá frumuhimnu til kjarna, sem hvetur áfram genatjáningu og frumuferli. Amínósýrubreyting í systeinríkahneppi (CRD) SMO próteinsins (SMOR173C) hefur verið tengd við slitgigt. Hins vegar eru sameindaferlarnir sem leiða til sjúkdómsins enn óljósir. Með notkun smásjármyndgreiningar, með áherslu á staðsetningu SMO próteina, má öðlast innsýn í virkni þeirra, þátttöku í HH ferlinu og tengsl við slitgigt. Í ritgerðinni er leitast við að öðlast þekkingu á þessu ferli. Með mótefnalitun og plasmíðleiðslu reyndist auðvelt að finna staðsetningu frumbifhársins. Með frumbifhárið vel sýnilegt var hægt að hefja SMO plasmíðleiðslu og síðan virkjun á HH ferlinu. Plasmíðleiðslan og virkjunin heppnuðust þó ekki. Þrátt fyrir árangurslausar tilraunir til að sjá SMO afbrigðin í NIH3T3 frumum náðist þó árangur við uppsetningu á staðlaðri aðferðarlýsingu. Þrátt fyrir áskoranir í lokakafla tilraunarinnar má færa rök fyrir því að aukinn árangur hefði náðst ef tími hefði unnist til að gera breytingar í samræmi við þessa aðferðafræði og með fleiri endurtekningum.

Samþykkt: 
  • 21.5.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47170


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SSJS-BS-thesis.2024.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman.Yfirlýsing.pdf321.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF