Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47174
Skálholt er einn sögufrægasti staður Íslands og hefur á síðustu árum notið aukinnar ásóknar ferðamanna. Skálholt er menningar- og sögulega mikilvægur staður en sagan er jafn löng og sagan um landnám Íslands. Þau menningarlegu tengsl og langa saga eru tækifæri sem nýta má til ferðaþjónustu þar sem menningartengd ferðamennska er ein allra hagsælasta og vinsælasta ferðamennska heims. Á Íslandi hefur orðið mikil aukning á þessari tegund ferðamennsku með tilkomu alls kyns menningasýninga eins og svo sem safna og setra. Í þessari rannsókn er grafist fyrir um sögu- og menningarlegt mikilvægi Skálholts og hvaða möguleikar og áskoranir fylgja því að blanda menningu við ferðamennsku. Skálholt hefur fleiri möguleika fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu en þar hafa verið nýttir til þessa en að sama skapi er mikil áskorun að blanda ferðaþjónustu og menningu saman þegar kemur að sanngildi. Skálholt stendur því á krossgötum þar sem það eru bæði möguleikar og áskoranir við enn frekari ferðaþjónustu á staðnum og huga þarf að hvoru til að tryggja sjálfbærni.
Skálholt is one of Iceland‘s most historical place, which in recent years has seen an increase in the number of tourists. Skálholt is a cultually and historically important place whose history is as long as the history of the settlement of Iceland. These cultural connections and long history are an oppurtinity that can be used for tourism as cultural tourism is one of the most succesful and popular forms of tourisms in the world. In Iceland there has been a great increase in this type of tourism with the introduction of all kinds of cultural exhibitions such as museums and centers. This study looks into the historical and cultural importance of Skálholt and the possibilites and challenges of mixing culture with tourism. To a large extend, Skálholt has many possibilites for building the tourism even further but at the same time it is a big challenge to mix tourism and culture when it comes to authenticity. Skálholt is therefore at a crossroad where there are both possibilties and challenges for further tourism in the area and both need to be considered to ensure sustainability.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman yfirlysing.pdf | 735,82 kB | Opinn | Yfirlýsing | Skoða/Opna | |
Krossgötur Skálholts - Skemman.pdf | 652,93 kB | Lokaður | Yfirlýsing |