Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47176
Íslendingar hafa til margra ára sóst í sólargeisla og skemmtun í útlöndum og hafa þeir bókað ferðir sínar á mismunandi vegu. Helstu leiðir til að bóka ferð erlendis eru í gegnum hefðbundna ferðaskrifstofu, net-ferðaskrifstofu eða að bóka beint hjá birgja. Í þessari rannsókn verður bókunarferli fólks skoðað og af hverju það velur að fara í gegnum hefðbundna ferðaskrifstofu. Ef rýnt er í af hverju fólk bókar hjá hefðbundnum ferðaskrifstofum kemur í ljós að öryggi er helsta ástæðan. Við rannsókn þessa var notuð blönduð rannsókn, sem inniheldur bæði viðtalsrannsókn og spurningakönnun. Niðurstöður leiddu m.a. í ljós að flestir velja að bóka beint hjá birgja, en að þeir sem velja hefðbundna ferðaskrifstofu velja hana út frá örygginu sem hún býður upp á. Öryggið er í formi skipulagðar pakkaferðar þar sem viðskiptavinurinn getur verið áhyggjulaus í útlöndum og einnig í formi fararstjóra sem sér um ábyrgðina.
Lykilorð: Hefðbundin ferðaskrifstofa, net-ferðaskrifstofa, öryggi, óvissa, pakkaferð.
Icelanders have long been looking for sunshine and entertainment abroad and have booked their trips in different ways. The main ways to book a trip abroad are through a traditional travel agency, an online travel agency, or to book directly with a supplier. If you look at why people book with traditional travel agencies, it comes down to security. In this study, people's booking processes will be examined, as well as why they choose to go through a traditional travel agency. To find out, mixed methods research was conducted, which included both an interview study and a questionnaire survey. The results show, among other things, that most people choose to book directly with a supplier, but that those who choose a traditional travel agency choose it because of the security it offers. Security is in the form of organized package tours where the customer can be worry-free abroad, and also in the form of a tour guide who takes care of responsibility.
Key words: Traditional travel agency, online travel agency, security, uncertainty, package tour.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rakel Sól - BS verkefni.pdf | 827,46 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 84,3 kB | Lokaður | Yfirlýsing |